Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1922, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.09.1922, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 133 hvenær meí5vitundin hverfur. Eftir litla stund veröur hann ruglaSur og hættir brátt a'S telja eSa ansa þótt á hann sé yrt, en reflexhreyfingar og vöövatonus haldast nokkra hríS. Brátt verða þó vöðvarnir einnig mátt- lausir, síðast allra kjálkavöðvarnir. Maður verður því alt af að hafa munn- opnara viö hendina, ef tanndrátt á að framkvæma. Ef aSgerðin er mjög stutt, er óhætt aS hætta aS sprauta chloræthylinu á grímuna áður en vöSvarnir linast, en ef um dálítiö lengri aðgerö ræSir, verða þeir aö linast. Þó er oftast rétt aS leggja ekki kapp á að fá mm. masseteres til aS linast, en bæta heldur ofurlitiö á sjúklinginn, þegar hann l^yrjar aS hreyfa sig. Við tanndrátt er þó auðvitað þægilegast aS hafa mm. masseteres lina. Ef svæfingin hefir veriS grunn, vakna flestir án allra eftirkasta, en eftir fullkomna svæfingu, fá sumir uppköst eSa dálitla timburmenn. ViS svona stutta svæfingu verSa auSvitaS öll áhöld, sem nota á viS aSgerð- ina, aö vera til taks og svo nálægt manni, aS maSur þurfi aSeins aS rétta hendina eftir þeim. Helst þarf maSur einhvern aSstoSarmann, einkum ef sjúklingurinn er mjög kvíSinn, þá er „exaltation“ venjulega meiri. Eg hefi notaS þessa svæfingu mikiS viS tanndrátt og verSa líklega skiftar skoðanir um réttmæti hennar undir þeim kringumstæSum. Eg álíl hana miklu þægilegri en deyfingu, þegar draga þarf úr krökkum eina eða fáeinar tennur, sem eru á víS og dreif um munninn, sérstaklega í efri góm. ViS margar tennur í neSri góm er auSvitaS betra aS deyfa n. alveol- aris inf. aftur viS lingula. H. Braun segir í bók sinni „Örtliche Betaubung", aS þaS orki tvímælis, hvort ekki sé betra aS nota chloræthylrausch heldur en staSdeyfingu, þegar draga þarf eina tönn. SkilyrSislaust er svæfingin betri, þegar tannholdiS er bólgiö. MeS nógri æfingu er hægt aS ná mörgum tönnum í einni svæfingu. Eg hefi oft tekiS 10 í einni lotu, einstöku sinnum meira, upp í 15—16. Einu sinni hefi eg tekiö 28 tennur í einni lotu, án þess aS viSkomandi vissi af, meS því aS bæta á hann eSa réttara sagt hana, þegar hún fór aS hreyfa sig, en sú kona svaf líka sérlega lengi og vel. Undir þeim kring- umstæðum man sjúklingurinn ekki neitt, enda þótt hann hafi veriS nær vaknaSur til fulls, þegar maSur bætti á hann. Alls hefi eg dregið 835 tennur úr 100 manneskjum í 128 chloræthylsvæfingum. Hins veginn svæf- ingu hefi eg tvisvar notað við hreinsun á munni og heitiö aS gera þaS aldrei oftar, álit það ilt verk og ógeöslegt. Chloræthylsvæfingu hefi eg notað í 9 skifti viS tonsillo-adenotomi, og falliS vel. Álít hana mátulega langa og þægilegri en æther eSa chloro- formljlund. ViS incisiones á smákrökkum er hún og ágæt, krakkarnir sofna mjög fljótt og óttast mann ekki einö og sjálfan fjandann á eftir. Árni col- lega Vilhjálmsson hefir sagt mér, aS á Haukelandsspítalanum hafi hún oft veriS notuð viS tracheotomiur. Margir nota hana einnig viS stærri skuröi, sem geröir eru í staödeyfingu, ef deyfingin hrekkur ekki til viS einstaka liði aðgerSarinnar. Kolka.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.