Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1922, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.09.1922, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 131 veikinnar. Þannig hefir veikin minkaS jafnt og þétt í Englandi siðan 1853. Sama má segja um fleiri hluta Þýskalands o. fl. Hefir þetta ásamt ööru orðiö til þess, aö sumir hafa dregiö í vafa aö varnarráöstafanirnar kæmu aÖ verulegum notum, en aörir hafa spurt, hvað þá valdi þessu háttalagi veikinnar: aö hún breiöist mjög út um tíma og fer síðan stööugt þverr- andi, hvaö sem öllum varnarráðstöfunum líöur. Þessari síöustu spurningu svara P. Popenoe og R. H. Johnson í bók, sem heitir Applied Eugenics (New York 1920) á þessa leið: I hverju þjóðfélagi má heita, aö hver einasti maöur veröi fyrir berkla- smitun og margir daglega. Nú gengur þaö svo, að flestir sleppa þó viö verulega sýkingu, i öörum festir veikin fullar rætur og dregur ])á til dauða. Stafar nú þetta af ytri kjörum og geta úti-skólar, góð húsakynni, hreinlæti og gott viðurværi breytt þessu? Er mögulegt að útrýma veik- inni með því að einangra sjúka með opna berkla og kenna hinum að lifa skynsamlega? Svo er kent, og smitunin blasir beinast við, en að baki hennar er í augmn líffræðingsins önnur og meiri orsök: náttúruúrvalið (natural selection). Próf. Pearson.* Archdall Reid o. fl. hafa fært fullar sönnur á þaö, að l)æði fæðast sumir meö litlu mótstööuafli gegn berklaveiki og að þaö eru einmitt þessir menn, sem deyja úr veikinni, en þeir lifa sem ónæmari eru fvrir henni. Hlutfallstalan (correlation) milli berklaveiki barna og for- eldra er 0.5, og svarar til þess aö sjúkdómurinn sé arfgengur, hin sama og finst við geðveiki. Nú má að sjálfsögðu svara, að slíkt sé ekki að undra, því börnin smit- ist af foreldrunum en erfi ekki sjúkdóminn beinlínis. Ekki ætti aö vera minni hætta á þessu með hjón, sem búa saman, en þar er hlutfallið að eins 0.25, jafnt hjá ríkum sem fátækum, hið sama og ef borin er saman geðveiki hjá hjónum, sem tæpast má skoða smitandi. Sumir kenna mjólk úr berklaveikum kúm um smitun barnanna, en sýking þeirra fylgir sama hætti í Japan og hjá Eskimóum og ekki er þar kúnum til að dreifa. Þá leggja flestir mikla áherslu á ill húsakynni og erfið lífskjör, telja berklaveikina stafa af fátækt og aumlegum íbúðum. Sjálfsagt spillir þetta til, en hve miklu? Sé nú örbyrgðin ein tekin (og henni fylgja ill húsa- kynni, lélegt fæði & cet.) þá er hlutfallstalan milli hennar og berklaveiki að eins 0.02, með öðrum orðum hverfandi stærð. Manndauðanum úr berklaveiki ráða erfðir að mestu leyti. Þegar veikin flyst til ])jóðflokka, sem áður voru lausir við hana (Negrar, Indíánar o. fl.) hrynur fólkið niður og heilar ættkvíslir deyja út. Á þennan hátt hverfa smámsaman þeir, sem næmastir eru og jafnframt verður kynslóðin ónæm- ari. Veikin þverrar af sjálfu sér eða brennur út. Það er náttúru-úrvalið sem veldur því, hversu veikin hefir farið þverrandi í flestum siðuðum löndum. Þeir sem eru næmir fá altaf tækifæri til að smitast þrátt fyrir allar varnarráðstafanir. Eg býst við, að sumum þyki kenning þessi hörð og koma í bága við flest, sem venjulega er kent. Þó mun hún fjarri því að vera i lausu lofti bvgð. En sé nú gert ráð fyrir því að hún sé rétt, hvað skal þá halda * Karl Pearson: Tuberculosis, Heredity and Environment. London 1912.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.