Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1922, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.09.1922, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 135 öllu tóbak og vín. Sykur er líka lítiö notaöur og talinn óholl fæöa, nema maltsykur og mjólkursykur. Stofnun Kelioggs er ekki að eins heilsuhæli, heldur og líka rannsókna- stofnun og ágætur skóli. Hér eru gerðar margvíslegar rannsóknir, til þess aö komast aö, hvaö er holt og hvaö óholt fyrir manninn. f þessu skyni eru gerðar margvíslegar tilraunir meö rottur og mýs. í einni stofu eru aldar rottur og mýs svo hundruðum skiftir, hafðar í litlum járnvírsbúr- um. Þar eru gerðar allítarlegar tilraunir meö áhrif tóbaks á rottur, en þeim tilraunum er ekki lokiö enn þá. Þannig er að farið, aö teknar eru 2 rottur, jafnganilar, ungar, bræöur eöa systur og fóöraöar eins, önnur rottan fær svo tóbak, hin ekki, önnur er látin anda aö sér reyk, hin andar að sér hreinu lofti, svo eru athuguð nákvæmlega áhrifin með samanburði á þessum tveim rottum. Reykingarrottan þrífst ver, veröur minni og óhraustlegri, taugaveikluð og titrandi, óþrifleg í hárbragði, og getur ekki getið af sér afkvæmi, ef hún fær mikið af reyk. Þá eru og geröar marg- ar fóðrunartilraunir á rottunum. Sumar fóöraöar á kjöti mestmegnis, aðr- ar á mjólk mestmegnis en engu kjöti. Tilraunirnar sýna, að þær rottur sem kjötiö fá, þrifast ver en hinar sem uppaldar eru á mjólkurfóöri. Kjöt- rotturnar ná minni þroska og verða ekki eins vel útlítandi. Ennfremur eru geröar margvíslegar tilraunir á rottum með mismunandi bætiefnisríku fóöri. Árangurinn af þessum tilraunum er næsta fróölegur. Þær rottur sem um nokkurn tima fá bætiefnisrýran mat, þó þær fái eins mikið og þær hafa lyst á, fá krampa og missa jafnvægis-hreyfingarnar og deyja fljótlega, en ná sér fljótlega aftur ef þær fá vænan skamt af bætiefnisríku fóðri. Eg sá eina rottu, sem var orðin svo aðframkomin eftir að hafa haft bætiefnisrýran mat, aö hún gat ekki staðið, valt á hliðarnar á víxl og skreið þannig áfrarn i búrinu. Henni var nú gefinn vænn skamtur af bæti- efnisríkum mat, og sá eg hana svo eftir 3—4 tíma. Gat hún þá staðið og skriðið á öllum fjórum. Þá sá eg einnig rottur sem höfðu verið aldar upp á smurðu brauði og tei, eins og börn í kaupstöðum á íslandi, og til r.amanburðar teknar systur þeirra eða bræður, jafngamlar, og aldar upp á mjólk mestmegnis. Þær rotturnar, sem aldar eru upp á smurðu brauði og tei, fengu tæplega helmings þroska á við hinar, sem aldar voru upp á mjólk. — Margskonar aðrar tilraunir voru gerðar með rotturnar, mjög fróðlegar, en sem ekki verður lýst hér. Eg gat um það, að stofnun Kelloggs væri lika ágætur skó'li. Hér er efalaust betri matreiðsluskóli heldur en nokkursstaðar er til á Norðurlönd- um. Flestar eða allar matreiðslubækur, sem eg hefi séð, islenskar, dansk- ar og norskar, miða mest að því,' að eitra matinn með allskonar kryddi og óþverra og gera hann óhollan fyrir meltinguna. Á matreiðsluskólanum í Battle Creek er öllu kryddi slept, og þar er engin kökugerð. Þeir sem ætla sér að verða kennarar og leiðtogar ungu kynslóðarinn- ar, eiga lika brýnt erindi til Battle Creek. Hjá dr. Kellogg munu þeir geta aflað sér betri og affarasælli þekkingar á ýmsu sem viðkemur upp- eldisfræðinni, en nokkursstaðar annarsstaðar sem eg þekki, og bækur og rit dr. Kelloggs um uppeldisfræði eru heilbrigðari en nokkuð annað, sem eg þekki eða hefi lesið urn það efni. Dr. Kellogg hefir skrifað mikið, ekki að eins um læknisfræði, heldur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.