Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1922, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.09.1922, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 143 F r é 11 i r. Laus embætti. Nú sem stendur, eru fimm læknahéruö laus: Reykhóla- hérað, Reykiarfjaröarhéraö, Hólmavikurhéraö (M. P. fer þaöan 1. okt.), Nauteyrarhéraö (S. K. fær lausn frá embættinu 1. okt.), Blönduóshéraö (J. J. fær lausn frá 1. okt.). Kristmundur læknir Guöjónsson hefir nú (13. þ. m.) sótt um Reykjar- fjaröarhjeraö — og er einasti umsækjandinn. Hann verður settur til að þjóna héraöinu frá 1. n. m. Mér hefir tekist aö fá lækna til aö gegna þremur af þessum héruöum, ]rar til er þau veröa veitt: K. Magnússon verður settur í Hólmavíkur- héraö frá 1. okt. til 1. maí 1923. Jón Benediktsson verður settur í Naut- eyrarhéraö frá 1. okt. til 1. júní 1923. Kristján Arinbjarnarson verður settur í Blönduóshérað frá 1. okt. til 1. júní 1923. Vil vekja athygli á því, aö læknar geta ekki flutt sig búferlum aö vetrarlagi, og hinu ööru, aö ungir læknar fást ekki til aö gegna embættinu í bili, nema biliö taki yfir 1—2 misseri. — Þrátt fyrir ítrekaöar tilraunir hefir ekki tekist, enn sem komið er, að fá lækni í Reykhólahérað. G. B. Heilbrigðisskýrslurnar 1911—'20 eru nú fullprentaðar, rúrnar 30 arkir að stærö. Sæmundur Bjarnhéðinsson próf., er kominn heim úr utanför sinni um Danmörku, Þýskaland og Noreg. Björn Jósefsson, héraðslæknir á Húsavík, fer utan í næsta mánuöi, og verður í útlöndum fram á næsta sumar, en Daníel Fjeldsted gegnir em- bætti hans á meðan. Eiríkur Kjerúlf, læknir, hefir, af hæstarétti veriö dæmdur í 600 kr. sekt fvrir ítrekað bannlagabrot. Sumarhælið í Vaglaskógi. í sumar hefir Stgr. Matthíasson læknir, meö tilstvrk nokkurra góöra manna, látiö byggja steinsteypuhús fyrir berkla- veika sjúklinga í Vaglaskógi. Er þar rúmgott herbergi fyrir 4 sjúklinga og fram af því eldhús fyrir málamat, en heitan mat fá sjúklingarnir frá Vöglum. Sjúklingarnir eru karlmenn, sem hafa fótavist og geta aö mestu leyti þjónaö sér sjálfir, og líkar þeim ágætlega vistin þar í skóginum, enda er fallegt þar meöfram Fnjóská og skjólgott til sólbaða, þegar sólar nýtur, sem því miður hefir veriö sjaldan á Noröurlandi i sumar. F. N. C. H. 1922 er fyrir nokkru komin út. og eru i henni nokkrar breyt- ingar frá síöustu útgáfu (1913). 23 Receptformúlur feldar burtu, þar á meðal t. d.: Inf. polygal. cp., mixt. acet. kalic., mixt. acid. chinic., en 62 nýjar bæst við. Þá er sam- setningu breytt i nokkrum, en nafninu haldið óbreyttu, t. d.: Linct. peps.. pill. ferr. ars., inf. digital., sol. jod. kal. cp., og loks nafninu breytt, en sam- setning sú sama. t. d. alstaðar sublimat í stað chlor. hydr. corros. Bókin er enn ófáanleg i bókaverslunum hér, og verður þýí ekki tekin til notkunar hér í lyfjabúðunum fyr en um næstu áramót. Aö sjálfsögöu geta læknar þó ordinerað nú þegar eftir bókinni, meö því aö skrifa ár- taliö (1922) viö. Þ. Scheving-Thorsteinsson. Heilsufar í héruðum í júlí 1922. — Varicellae: Skipask. 2, Borgarí. 1, Akureyr. 1, Vestni. 4. — F e b r. t y p h.: Þingeyr. 2, ísaf. 2, Vestm. 1. — Scarlatina: Stvkkish. 4, Þingevr. 3. ísaf. 2, Blönduós 2, Rej'Öarf.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.