Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1922, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.09.1922, Blaðsíða 16
142 LÆKNABLAÐIÐ Kona þessi er sögö mikill víkingur í „antiveneral work“. HafSi hún t. d. eitt sinn á hendi (í ófriönum) eftirlit meS stóru hóruhúsi í París OSÍ gerSi þaS svo rækilega, aS enginn smitaöist, hvorki stúlkurnar né gestirnir. Mega slíkt fádæmi heita. Hún telur sjálfsagt, aö fólki sé kent aö beita öllum skynsamlegum vörnum gegn kynsjúkdómum og einnig gegn barngetnaSi. — (Lancet, 8. júlí). G. H. Blóðsóttar-bólusetning. Nicolle og Conseil hafa gefiö í nokkra daga vaxandi skamta af dauSum sýklum pr. os. Mennirnir uröu ónæmir fyrir miklum skamti af lifandi sýklum. — (Lancet, 8. júlí). G. H. Eclampsia. Ensk nefnd rannsakaöi afdrif 425 sjúklinga. Af þeim iót alvarlega haldnir. Af konum, sem fæddu hjálparlaust dóu 20.5%, partus præm. artif. 20.8, töng eöa vending 33.3, sectio cæsarea 43.2%. Er hjer aö eins tekiö tillit til þeirra, sem voru alvarlega haldnar. Dregur nefndin þá ályktun af þessu, aö lítil gæfa stafi af öllum aögeröum. — í Dublin (dr. Tweedy) hefir þessi aöferð verið notuö viö eclampsia (204 sjúkl.) : 1) Alger sultur í 3 daga. 2) Magaskolun. 3) Garnaskolun. 4) Morphin (sub judice). 5) Sodavatni dælt undir lirjóstin. 6) Nákvæm hjúkrun, og sérstaklega gáS aö aS slírn komist ekki ofan í andfærin. — 8—9% dóu. — (Lancet, 15. júlí). G. H. Stam. Enskur læknir, sem sjálfur hefir stamaö, gefur þessi ráö : 1) ÆfSu þig í aö lesa liátt í einrúmi. 2) Dragöu djúpt andann, áöur þú byrjar aö tala, og hættu óSar, ef ekki gengur. 3) Athugaðu hvaða orö eru erfiöust aö segja, og dragöu djúpt andann, áöur þau eru sögö. — Hann segir þessi ráö hafa nægt sér til aö losna viö stamið. - (Lancet, 8. júlí). G. H. Upptök allra framfara í heilbrigðismálum i Englandi hafa ætiö veriö i einstökum héruöum. Svo var þetta um skráning fæddra, berklaveikra, farsótta o. fl., um verndun sængurkvenna og ungbarna, um nijólkursölu o. fl. Stjórnin tók misjafnlega í flestar nýungar, en geröi þær þó aö lands- lögum fyr eða siöar, sem liest reyndust. Allar framfarirnar komu aö neö- an og fengu ekki allsherjargildi fyr en full reynsla var komin á þær. — Þetta er eitthvað ööru vísi hjá oss, og ekki ólíklegt, aS enska aö- feröin hafi sína kosti. — (Lancet, 15. júlí). G. H. Nýtt vítamín. Lausafregn frá Ameríku segir, aS McCöllum hafi fundiö nýtt vitamín (D-vítamín) og stafi beinkröm af skorti á þvi. (G. H.). Einföld einangrun. Margvíslega hafa menn reynt aö einangra sjúkl. meö smitandi sjúkd. Sett hvern sjúkch í sérstakt hús, hólfaS stóra sali sundur meö glerskilrúmum núlli rúma, haft hvern sjúkl. fyrir sig í eins manns herbergi o. fl. — Nú hafa Englendingar reynt á tveim sjúkrahús- um, aö láta alla sjúkl. liggja í sömu stofu, hvaö sem að þeim gengur, en hafa riflegt bil milli rúma, opna glugga dag og nótt og gæta jafnframt mjög strangrar varúöar viö hjúkrun. Þetta sýnist vera einhlýtt. Hverju rúmi eru ætluð 156 ferfet af gólfi, eða sem svarar þvi, aö eitt rúm væri í 6 X 6 álna stofu. Opnu gluggarnir valda kulda og verður aö klæöa sjúkl. hlýtt á vetrum. — (Lancet, 19. ág.). G. H. Dansk medicinsk Selskab heldur 150 ára afmæli þ. 11. okt. n. k. Hefir félagiS boöiö Læknafél. íslands aö senda fulltrúa til þess að vera viÖ hátíöahöldin.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.