Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1922, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.09.1922, Blaðsíða 6
132 LÆKNABLAÐIÐ um hinar afardýru og margbrotnu varnir gegn berklaveikinni, sem allir hafa gripiö til? Eru þær þá aö eins til ills eins og tefja fyrir því, aö ónæm kynslóö alist upp í landinu? Eg býst viö aö þær standi aö mestu óbreyttar, hversu sem á þetta mál er litiö. Óumflýjanleg mannúðarskylda er þaö, aö sjá berklaveikum sjúkl. fyrir sæmilegum verustaö og þá jafnframt þar, sem batavon er mest, ef um hana er að tala. Þá er þaö ómótstæöileg menningarkrafa, aö húsa- kynni séu bætt sem mest, þrifnaður aukist o. s. frv., jafnvel þó engin sótthætta væri á ferðum. Hinsvegar má ganga aö því vísu, aö allar slíkar endurbætur dragi úr hættunni, svo og einangrun sjúklinga meö opna berkla. Hitt er aftur sennilegt, aö menn liafi gert meira úr gagni og gildi varnarráöstafana, til þess aö útrýma veikinni, en ástæöa er til. Ein- staklingum koma þær eflaust að góöum notum. Chloræthylsvæfing. Eg býst viö, aö ýmsir collegar hafi aldrei notaö chloræthvl til aö svæfa meö, a. m. k. sá eg það aldrei þannig notað fyr en eftir að eg var orö- inn kandidat. Eg hefi notað chloræthylsvæfingu nú í rúmt hálft annað ár, alls í 167 skifti og fallið hún mjög vel. Eg vil því vekja athygli manna á henni, enda þótt þaö liafi verið gert einu sinni áöur i Læknablaðinu, þá af Ól. Lárussyni. Chloræthylgufur resorberast mjög flótt og verka mjög bráðlega, en útskiljast einnig mjög fljótt, og veröur því verkun þeirra skammvinn. Þar meö er sagður kostur og löstur chloræthylsvæfingarinnar. Flestir eru 2—3 mínútur aö sofna, en sofa heldur ekki nema 1 mínútu. Þessi svæfing er því aö eins nothæf viö mjög stuttar aögeröir, t. d. tanndrátt, smáskurði við ígeröir, klippingu á eitlum í hálsi o. s. frv. Áhrifin eru svo skamm- vinn, aö líkaminn er mjög fljótur að ná sér aftur, enda ljúka allir upp sama munni meö aö nær engin hætta sé samfara þessari svæfingu, ef rétt er aö farið og nægileg varkárni viöhöfð. Alkoholistar þola hana þó að sögn tiltölulega illa, enda verða þeir mjög óróir og sofna seint, hin „thera- peutische Wirkungsbreite" er mikið styttri hjá þeim en öörum. Eg hefi tekið eftir því, aö gamalt fólk er lengur að vakna en ungt fólk, útskilur efniö seinna. Eg hygg því, aö rétt sé aö svæfa aldrað fólk að eins mjög létt. Fólk meö hjartagalla hefi eg aldrei lagt upp aö svæfa þannig, og er það þó sjálfsagt óhætt, ef ekki er um alvarlegan hjartasjúkdóm aö ræöa, því chloræthyl hefir mikið minni áhrif á hjartað en chloroform. Franskir herlæknar og sjálfsagt að'rir líka, notuðu þaö því oft í ófriön- um þegar stuttra aðgeröa þurfti meö og sjúklingurinn hafði chok. Aöferð sú við þessa svæfingu, sem hægust er og hættuminst, er í því fólgin, aö sprauta úr venjulegri chloræthyltubu á baðmull eða — sem er öllu betra — á sexfalt grysjustykki, sem liggur fyrir vitum sjúklings- ins. Best er aö hafa þaö fest á venjulega chloroformgrind og troöa vel baðmull, þar sem grindin fellur ekki að. Sjúklingurinn situr á meðan í stól eöa liggur út af. Maður lætur hann telja upphátt til aö fylgjast meö

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.