Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1922, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.10.1922, Blaðsíða 8
LÆKNABLAÐIÐ 150 ábvrgöarmesta og vandasamasta embætti þessa lands, meöan sóttvarnir og embættaveitingar heyra undir ])aö, eins og nú er. Þa'ö er svo vanda- samt, aö spurning liefir verið um ])a'ö, hvort rétt væri að leggja einum manni ])að á herðar. Þa'ð hefir komiö til orða á fyrri læknafélagsfundum, að dreifa ábyrgö þeirri, sem á landlækni hvílir vfir á fleiri menn, t. a. tn. prófessorana viö læknadeild háskólans. Þetta sýnir, aö læknum hefir veriö þaö ljóst, aö ábyrgð ])essa eml)ættis hefir verið allmikil. Að þessu athuguöu, virðist vera því meiri ástæða til fyrir lækna, að láta til sín taka um veitingu þessa embættis. Eg held, að heppilegast sé, aö störf þau, sem landlækni er nú ætlað aö hafa á hendi, veröi eftirlei'ðis í höndum eins ntanns, svo sem verið hefir. Eg geri ráö fyrir, að hver samviskusamur landlæknir beri sig saman vi'ð kollega sína, ef um vandasamar sóttvarnarráðstafanir er aö ræða, en þrátt fyrir ]>að ætti landlæknir „officielt" að bera ábyrgöina, því dreifing ábyrgðarinnar getur haft ilt í för með sér. En þvi meiri ástæða er til, aö vanda vel valiö á manninum. Mér þykir ályktun læknafundarins, 1 sem getið er um aö framan, fara of stutt. Hún fer fram á, ,,aö leitað sé álits Læknafél. Islands". Er íiokkur trygging fyrir þvi, a'ð landsstjórnin fari eftir þessu „áliti"? Nei, eftir þessu orðalagi er landsstjórnin ekki bundin við þaö. Eg vil a'ð læknastétt Islands k j ó s i landlæknirinn og a'ð landsstjórn- in sé s k y 1 d u g aö veita cmbættið eftir þeirri kosningu. Þá fvrst er málinu borgið. Prestar kjósa biskup; þaö er ekki minni ástæöa til aö læknar kjósi landlækni, því til ])ess vals virðist mér eigi síst útheimtast sérþekking. Það getur \eriö álitamál, hvernig kosningu ]>essari skuli hagað. Eg get hugsað mér þrjár leiðir, sem gætu komið til tals, en vel gætu þær verið fleiri. Um ])aö má ávalt ræða. 1. Landlæknir kosinn af öllum læknum landsins. 2. Landlæknir kosinn af héra^slæknum einum. 3. Landlæknir kosinn af prófessorum læknadeildar háskólans og stjórn Læknafélags íslands. Hinni síðasttöldu leið mundi eg hiklaust mæla með. Með því er fengin vissa fyrir því, að hæfur maður yrði fyrir valinu. Það er vitanlegt, aö aldrei veljast í prófessorsembætti Viö læknadeild háskólans aörir en hæf- ustu læknar landsins (eða svo hlýt eg að álykta), og í stjórn Læknafélags Islands munu sennilega eiga sæti að minsta kosti tveir alkunnir læknar úr Reykjavík ; það myndi þvi verða næg trygging fyrir góðu vali. Þessir menn kysu þannig landlækni í nafni lækuastéttarinnar. Mér finst.sjálfsagt, að sem flestir læknar láti i ljós álit sitt á þessu máli í Læknablaðinu og gefst þá, ef til vill, síðar kostur á að ræða frekar ein- stök atriði. Eg veit ekki. hvernig umræður hafa fallið um málið á siðasta Lækna- félagsfundi. því eg var fjarverandi. en sjálfsagt tel eg, aö læknar haldi fast fram þeirri kröfu. að k j ó s a landlækni. Best væri, að geta komið því í framkvæmd á næsta þingi, en óvíst er, a'ð tími vinnist ti! þess, því héraöslæknar véröa að láta til sín hevra í þessu máli. Þ. Edilonsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.