Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1922, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.10.1922, Blaðsíða 13
Læknablaðið 15 5 holdsVeikir, en eru nú eigi orönir íleiri en milli 40 og 50 á a n n- a ö h u n d r a ö. Þar voru áöur 5 hoklsveikraspítalar, en smám saman liafa þrír af beim verið lagðir niöur, eftir því sem sjúkdómurinn hefir rénaö og verið teknir fyrir aöra sjúklinga. Eftir eru því nú Pleje- stiftelsen for Spedalske í Bergen. meö 64 sjúklinga núna í ágústlok og S t. Jörgensspítalinn gamli, einnig þar í bæ, meö 5 sjúklinga. Mætti vel flvtja þá á Plejestiftelsen rúmsins vegna, því þar hat'a lengi veriö á annað hundrað sjúklinga, en þeir, sem á St. Jörgens- spitala eru komnir, fá aö vera þar það sem eftir er æfinnar, en engir nýir hafa verið settir þangað um alllangan tíma. St. Jörgensspítali er kostaöur aö miklu leyti af gömlum gjafasjóðum. — 1 S v i þ j ó ö voru í árslok 1907 um 90 holdsveikir, flestir í Dölun- um og Helsingjalandi, og þar hafa þeir sinn holdsveikraspitala i J á r- p ö. en síðan hefir þeim stórum fækkað : í árslok 1920 var talan aö eins 43. 1 Finnlandi voru í árslok 190S: 87 sjúklingar, en eigi veit maöur gjörla, hve margir þeir eru nú, eftir stríðið. Einangrun holdsveikra er lögákveöin viðsvegar um heim, víöa, eftir dæmi Norðmanna: í holdsveikraspítölum, en sumstaðar i holdsveikraný- Jendum, þar sem karlar og konur búa ’saman og geta börn. Sumstaðar eru þau tekin strax eftir fæöinguna og alin upp meö heilbrigöum, og þykir þaö hafa gefist vel, enda hafa menn ekkert áreiöanlegt dæmi um, aö börn liafi fæðst mö holdSveikiseinkennum. Sumstaöar eru börnin látin alast uj)p meö foreldrunum í slíkum nýlendum og þar rénar- sjúkdómurinn ekki eins mikið sem ekki er von til, t. a. m. í C o n t i o n i nýlendunt Hollendinga á Indlandseyjum. í þeirri nýlendu eru ntörg þúsund holds- veiki’a. — Aðferö Norðmanna er nú alment talin sú besta, einangrun á holdsveikra- spítala meö daglegu lækniseftirliti og lækningatilraunum. En auðvitaö er ekki fljótlegt að útrýma þessum sjúkdómi. Menn geta fundiö tiltölulega gamla sjúklinga, sem enginn hefur vitað um, l)æöi vegna þess. að þeir hafa haldiö sjúkdómnum leyndum eöa aö þeir hafa ekki haft nein óþæg- indi f honum og því eigi leitaö læknis, eöa af því að læknirinn hefir vilst á veikinni. í Noreg fundust 1915)—'20 15 holdsveikir sjúklingar, flestir líkþráii og höfðu flestir þeirra veriö undir læknishöndum, en þeir eigi þekt sjúk- veikina. Yfirlæknir Lie kendi aöallega um, að yngri læknarnir heföu séð svo lítið af þeim sjúkdómi. Nú hefir hann áorkað, að stúdentar, áður þeir taka próf, skulu ganga um tima á Plejestiftelsen í Björgvin, eins og hér. Til eftirlits og leiðbeiningar læknum hefir yfirholdsveikralæknirinn, f) rst A r m a u e r H a n s e n og síðar yfirlæknir L i e ferðast um landið á hverju sumri. til þess að rannsaka veikina, finna nýja sjúklinga og hvetja menn til þess að senda þá i holdsveikraspítala, og er það sjálf- sagt hyggileg aöferð. Til þess að flýta fyrir útrýmingu holdsveikinnar h é r á 1 a 11 d i gæti maöur hugsaö sér að l)reyta holdsveikislögunum á þann hátt, að a 1 1 i r holdsveikir í landinu, væru skvldaðir til að flvtja í holdsveikraspítalann. Samkvæmt lögunum eiga allir þeir, sem líkþrá hafa, að fara ])angað, og svo limafallssjúkir, sem sár hafa eöa læknir telur hættulegá. En þar til

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.