Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1922, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.10.1922, Blaðsíða 14
LÆKNABLAÐIÐ 156 má telja limafallssjúka rneö leprös erythem, því þar finnast oft holds- veikislracillur. Eftir veröa þá sáralausir, „stationærir" limafallssjúkir sjúklingar. Af þeim er lítil liætta. Sumir þeirra kunna ef til vill aö vera orönir lausir viö sína holdsveiki, en aö eins hafa afleiöingarnar af henni. Areiöanleg rannsóknartæki eru eigi, til að ganga úr skugga um það. Að heröa enn meira á lögunum, til j)ess aö fá þ á sjúklinga í spitala. mundi varla gerlegt. Það gæti og haft nokkra ])ýðingu, ef holdsveikralæknirinn væri lát- inn feröast um einhverntíma á sumrum, til aö athuga j)á holdsveiku, sem væru úti um land, tala viö lækna og gefa þeim tækifæri til aö heyra hans skoöun, ef um einhvern vafasjúkling væri aö ræöa. Fyrir allmörgum ár- um var þessu einhverntíma hreift viö stjórnarvöldin, en ])aö var tekiö svo dauft í þá tillögu, að síðan hefir eigi veriö minst á það. Holdsveikra- 'iæknirinn haföi aldrei hugsað sér aö hafa persónulegan hagnaö af j)vi. Auövitaö veröur ætíö mest komiö undir því, aö allir læknar landsins vinni sem einn maður aö ])vi. aö hafa vakandi auga með sjúkdómnum, ekki síst i þeim héruöum, ]>ar sem holdsveikin hefir veriö almenn fyrrum. Umræður: Próf. G. Harinesson geröi ])á fyrirspurn, hvort „anæsthe- tikarar" gætu ekki smitaö i gegJium nefslímiö. S. B. svaraöi því á þá ieiö, aö svo heföi ekki reynst á Laugarnesi né hjá próf. Lie í Noregi, en þaö gæti legiö i því, að allir anæsthet. væru þegar orönir gamlir sjúkl. er þeir kæmu á spítala. — Gunnl. Claessen mintist þá á ummæli próf. Ehlers og gat ekki séö, aö ekki mætti með timanum nota Laugarnesspít- alann fyrir aöra sjúkl., þótt hoklsveikissjúkl. væru þar fyrir. Hann var einnig meðmæltur þvi, aö hér yrði einn yfirlæknir holdsveikinnar fyrir alt land og ])á að sjálfsögðu holdsveikislæknirinn, er feröaöist um land- iö og segði til, hverjir ])yrftu spítalavistar. Þórður Sveinsson var á sama máli um það og lagöi áherslu á það, aö holdsveikisbaráttan væri stærsti sigur læknastéttarinnar hér á landi, en ekki hæri þó að leggja árar i bát, eins og hætt væri viö, þegar vel gengi, og æskilegast væri, aö koma öllum holdsveikissjúklingum á spítalann. G. 'H. vildi láta rannsaka nefslím anæsthet. árlega, en gat ekki séö, aö ekki mætti hafa aðra sjúkl með holdsveikissjúkl. á Laugarnesi. ef rúm leyföi. S. B. var því eindreg- iö mótfallinn og takli næga varúð óhugsandi meö þvi móti. Byggja yrði sérstakt hús fyrir holdsveikissjúkl., er þeir yröu orðnir nógu fáir og nota síðan spitalann til annars. — Stefán Jónsson áleit, aö enginn sjúk). ætti að fá aö vera utan spítalans nema með fullu samþykki holdsveikis- læknisins, og vildi láta Læknafél. íslands koma því i framkvæmd. Gunnl. Claessen kom siðan fram meö svohljóöandi tillögu: „Fundur- inn skorar á Læknaíélag fslands aö taka holdsveikismáliö fyrir á næsta fundi." Till. var samþykt meö öllum greiddum atkv. 5. Guðm. Thoroddsen sýndi fram á, hver nauðsyn bæri til. aö gerðir Læknafél. Rvíkur væru betur refereraðar í Læknabl. en hingað til hefði veriö gert. Til máls tóku: S. B., G. CL, H. H., M. E., St. J. og A. Fj. G. Th. bar siðan upp eftirfarandi tillögu: „Fundurinn felur stjórn Læknafél. að sjá um, aö birtir séu fyrirlestrar þeir, sem haldnir eru i Læknafél.. i Læknabl., eða útdrættir úr þeim. og ágrip af umræðum. I'illagan var samþykt meö öllum greiddum atkv. 6. Stefán Jónsson hreiföi því, hvort ekki væri rétt að ýta viö bæjarstj.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.