Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1922, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.10.1922, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 151 Heilbrigðisskýrslur. I'á eru nú heilbrigöisskýrslurnar fyrír árin 1911— '20 komnar út. Er þaö heljarbók í allstóru broti og 486 bls. Bókinni er skift í 4 kafla. í fyrsta kafla er byrjaö meö stuttu yfirliti yfir heilbrigöisástandiö, er þaö yfirlit á ensku. Fer mjög vel á þvi, aö gefa þannig, á einu heimsmálinu, hug- mynd um innihald bókarinnar. Allur er kaflinn 106 bls., og gefur prófessor Guðmundur þar glögt yfirlit yfir heilbrigðisástand alt, eins og það hefir veriö á þessum árurn. Er það geysifróölegur kafli. Byrjar hann meö línu- riti af fólksfjölda, barnadauöa og manndauða á íslandi 1751—1920. Gefur það betri hugmynd, en nokkur sagnfræöingur getur gert, um eyrndar- ástandið á síöasta hluta 18. aldarinnar, enda segir prófessorinn: ,,. . liggur þaö í augum uppr. að íslenska þjóðin hefir um langan tíma barist víö dauöann og var jafnvel 1780—’go i þann veginn að deyja út.“ Mannfólk- inu fer fyrst verulega að fjölga um 1880—’yo, þótt nokkur afturkippur komi um jiað bil, vegna harðinda og vesturfara. Gera má og ráö fyrir, að fjárkláðaniöurskurðurinn noröanlands hafi átt nokkra sök á vesöld þ.eirri, sem meöal annars leiddi til útflutningsins. Barnkoma fer fækkandi; við erum aö „civiliserast". 1911—’20 var hún aö meðaltali 26,3; 1906—’ii 27,4%c. Manndauði var 1911—'20 aö meðaltali 14 og 1906—’n i6,3%o, er það allmikil framför og óskandi, aö svo héldi áfram. Þá kemur yfirlit yfir- farsóttir og gang þeirra, bæöi eftir árum og mán- uðum. F.r þar margt fróðlegt, sem skemtilegt væri aö minnast á, en þvi miður verður aö liggja. Þar á meöal eru margar yfirlitstöflur og mörg linurit. Það þykir mér galli á þessum línuritum, aö þau eru meö of smáum stöfum; þau missa viö þaö nokkuö af sínum miklu kostum: heildarvfir- litið. Sömuleiðis er þaö galli, að tölur eru ekki taldar saman fyrir árin. Veröur yfirlit fyrir þetta erfiðara. Er það leitt, því að mikiö verk liggur í þvi að gera töflur og línurit. Við hverja farsótt er í stuttu máli getið sögu hennar hjer á landi. Skal að eins drepiö á fáein atriði. Taugaveikin er hjer enn þá afartíður sjúkdómur, stöndum vér að því leyti langt aö baki nágrannalöndunum. Frá 1911—'20 hafa að meðal- tali sýkst 153,3 á ári eða 16,8 af hverjum 10000 íbúa. Tilsvarandi tala er í Danmörku 6 og Englandi og Wales 0,8. Segir prófessorinn, að þetta stafi af menningarskorti og vöntun á hreinlæti. Taugaveiki er óþrifnaðar- sjúkdómur. Einkennilegt er, hve rnikið taugaveikin vex eftir inflúensuna 1918. Þaö ár veikjast 130, en 1919 262. Ekki getur höf. þess, hvaöa or- sakir muni liggja til þess, mun og hafa sýnt sig í öðrum löndum. Lík- lega er ástæðan slærnar heilbrigöisástæður og vöntun þrifnaðar, meðan á inflúensunni stóö. Eftir skýrslunum eru jió mjög áberandi taugaveikis- faraldrar, jiar sem engin inflúensa var, eins og t. d. í Miðfjarðar-, Sauðár- króks- og Öxarfjaröarhér. Þá sýnir það sig, aö flestir veikjast í Revkja- vík og nærsveitum hennar. Aö meöaltali hafa dáið ca. 12 manns á ári af taugaveiki. Þrátt fyrir jietta slæma ástand, sem enn jiá er, hefir tauga- veikin þó mikið rénaö. 1905—’io sýktust aö meöaltali á ári 31 af hverj- um 10000, eöa jiví nær helmingi fleiri en á þessum áratug. Ógerlegt er. að átta sig á þvi, hve mikiö af þessari taugaveiki er paratyfus. En geta

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.