Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1922, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.10.1922, Blaðsíða 12
i5+ LÆKNABLAÐIÐ Lkki veit eg, hversu læknar líta á þessar rannsóknir, og þaö auka- erfiöi, sem þcim fylgir. Þær eru í byrjun og barnæsku, má þvi ekki til mikils ætlast. Fyrir mitt leyti er eg þess fullviss, a'ð vel mega þær marka tímamót i sögu lækna og heilbrigöismála hér á landi. Máliö er ekki að eins gott mál, heldur ágætt, svo framarlega, sem vel er á því haldið. Sjálfsagt gengur það misjafnlega fyrstu árin, en vonandi betur og bet- ur er lengra líður og revnslan eykst. G. H. Læknafélag Reykjavikur. Aðalfundur var haldinn í Læknafélagi Reykjavíkur mánudaginn g. október 1922 á venjulegum staö. 1. Lagðir voru fram endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta ár og þeir samþyktir. Fundurinn samþykti um leið, að tillag félagsmanna þetta ár, skyldi vera 20 krónur, 2. Skýrsla um umbúðasmiðinn. Formaður skýrði frá gerðum stjórn- arinnar í máli þessu, gat þess hvernig umbúðasmiðurinn heföi varið dvöl sinni erlendis og að hann væri nú hingað kominn og ætlaði að setja upp vinnustofu fyrir sérgrein sina. 3. Stjórnarkosning: Formaöur var kosinn Matthías Einarsson með 9 atkv., ritari Halldór Hansen með 10 atkv., og gjaldkeri (endurkosinn) Konráð Konráðsson með 12 atkv. — Endurskoðendur voru endurkosnir með lófataki (Andrés Fjeldsted og Sæmundur Bjarnhéðinsson). 4. Próf. Sæmundur Bjarnhéðinsson flutti erindi um Útrýming holds- veikinnar á Norðurlöndum, og birtist hér útdráttur úr ræðu hans: Fyrirlesarinn benti í upphafi erindis sins á, að frarn yfir skýrslu hans í íebrúarblaði Læknablaðsins hefði hann engu sérstöku við að bæta um útbreiðslu holdsveikinnar hér á landi. Eins og sú grein bæri með sér hefði tala holdsveikra verið i árslok 1S96: 237 eftir því sem nú er kunnugt, en líklega ])ó heldur fleiri í raun og veru, en i árslok 1920 heföu menn vitað að eins um 6 7 holdsveika a 11 s í landinu. Auðvitað mætti búast við, að einhverir hefðu þá verið óþektir og ótaldir, vonandi væru þeir ])ó eigi margir. Árangur baráttunnar gegn þessum sjúkdómi mætti því teljast ágætur á ekki lengri tíma, og full ástæða til aö vona að okk- ur takist að útrýma þessum leiða sjúkdómi úr landinu með sörnu bar- dagaaðferð. áður margir tugir ára eru liðnir. Éins og kunnugt er, er holdsveiki ókunn í D a n m ö r k u. nema þeg- ar einstaka sinnum einn og einn sjúklingur kemur annarsstaðar frá. Þann- ig var í sumar einn sjúklingur þar. nýlega fundinn, danskur maður, ný- kominn frá Siam, hafði verið þar í mörg ár og tekið sjúkdóminn þar, en var nú í ljóslækningum á Finsens Institut, hvernig sem ])að gengur með árangurinn. í Noregi, þar sem Danielsen hóf einangrunaraðferðina skömmu eftir miðja síðustu öld — en sú aðferð til útrýmingar sjúk- dómnum hefir verið tekin upp eftir Norðmönnum urn alla Skandinavíu, ísland og Finnland, en auk þess víða um heim — voru þá um 3000

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.