Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 3
12. blað. 8. árg. Desember, 1922. Aðgerðir við fibromyomata uteri. Eftir Guðmund Thoroddsen. Seinustu árin hafa aðgerðir við fibromyomum aðallega veriö tvenskon- ar, skurð-aðgerðir og radium, og má vart á milli sjá, hvor aðferðin megi sin betur i framtíðinni, ])ótt sennilegt sé, að báðar verði við lýði, og að á komandi árum verði aðallega unnið að því, að takmarka verksvið þeirra, hvorrar gagnvart annari. Þegar um aðgerðir við fibromum er að ræða, verður sú sþurning fyrst ívrir, hvenær aðgerða þurfi við og hvenær ekkh Fibrom eru tumores benigni, og þvi að mörgu leyti meinlaus, og margar konur ganga með fibrom án þess að vita af því, og þau finnast ef til vLll að eins af til- viljun við rannsókn vegna annara sjúkdóma, eða við sectio post mortem af öðrum ástæðum. Það er því fyrst ástæða til þess að fara að hugsa fyrir aðgerðum við fibromum, þegar ])au fara að valda óþægindum á einn cða annan hátt, og ])á kemur aftur til mála, hvort óþægindin eru svo ntikil, að aðgerð borgi sig. Degeneratio maligna mun vera svo sjaldgæf á fibromum, að ekki borg- ar sig að gripa til aðgerða að eins til þess að ætla að fyrirbyggja hana. Aftur á móti mun það óefað rétt, að konur með fibrom eigi frekar á hættu að fá cancer corporis uteri en aðrar, en sá munur er heldur ekki svo mikill, að aðgcrð 1)orgi sig eingöngu ])ess vegna. Þau ó])ægindi af fiþromum, sem oftast gera vart við sig og leiða til þess, að eitthvað verður að gera, eru aðallega þrenskonar : óeðlilegar blæð- nigar, verkir og þrýstingur á önnur líffæri. Tíðirnar verða of miklar, meira blæðir en eðlilegt er og lengur, og stundum verða þær líka óreglu- •egar, ]). e. a. s. timinn milli byrjunar blæðinganna breytist, styttist. En konurnar eru vanar blóðmissin'um, og kippa sér ekki mikið upp við það, þótt ekki sé alt með feldu. Oft leita ])ær ekki læknis fyr en svo er kom- ’ð, að ])ær geta ekki náð sér að fullu milli tiðanna, og kvartanirnar eru l'á vanalega að eins um þreytu og óstyrk í taugum, en tiðirrmr eru ekki nefndar á nafn, nema sérstaklega sé um þær spurt, þó að hæmoglobin sé kannske komið niður i 50%. Þegar anæmia er komin á svo hátt stig, að hún er farin að valda óþægindum, er timi til þess kominn, að gera eitt- l'.vað við fibromunum, en láta sér ekki nægja járnmeður og önnur robor- ^ntia, nefna því að eins, að konan geti hlift sér svo, legið og hvílt sig, að ]>að komi verulega að gagni, en þá verður samt sem áður að hafa gát á henni, gæta ])ess, að anæmian verði ekki smátt og smátt, án þess aö

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.