Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 12
i86 LÆKNABLAÐIÐ i vín-og ölvökvanum. Kendi hann mönnum jafnframt, að foröast skemdir á víni og öli, sumpart með því a'ð nota h r e i n t ger, sumpart með upp- hitun. „Pasteurisationin" á mjólk stafar og frá honum. 1865 var honum fal- ið að ráða bót á sjúkdómi í silkiormum, sem þá geisaði í Suður-Frakklandi cg lá við, aö eyðilegði silkiiðnaðinn. Pasteur leysti starf sitt vel af hendi; fann orsök sjúkdcmsins, örlítið frumdýr, og lagði ráð, hvernig verjasc skyldi sjúkdómnum. Eftir þann tíma fer hann eingöngu að gefa sig viö næmum sjúkdómum. Hann liyrjar á sjúkdómum húsdýra. Finnur orsökina að hænsnakoleru og hýr til bóluefni mót henni. Bóluefni þetta er merki- legt að þvi leyti, að jiaö er fyrsta bóluefnið, sem búið hefir veriö til ai’ hreinræktuðum sýkli og því fyrirmynd allra annara lióluefna. Hann býr lil lióluefni móti miltisbrandi og ýmsum dýrasjúkdómum. En samtímis þessu finnur hann margt nýtt og stórmerkilegt. Hann uppgötvar anaero- biosis, leggur grundvöllinn að allri gerlarannsókna-,,teknik“. Hann kennir mönnum veiklun á sóttnæmi og ýmsar aðferðir til þess. Var það mjög merkileg uppgötvun, af ýmsum ástæðum. Fyrst og fremst líffræðilega, aö hægt er að fá þannig hreytta stofna af sóttkveikjum, i öðru lagi vegna þess, að þetta er mjög nothæft viö tilbúning bóluefna, i þriðja lagi hefir það verið notað til þess að skýra mismun landfarsótta, þ. e. a. s. hvað mikil áraskifti eru að þvi, hvað sum landfársóttin er þung. Síðasta þrekvirki Pasteurs var þó bólusetningin við rabies. Þegar hann byrjaði á þeim störfum, var hann nær sextugur, og sýnir það liest, hvaöa elju hann hafði, að fullkomna jietta verk. Því að á þeim árum var hann ])egar farinn að ]>reytast og honum fariö að fara aftur. Notagildi bólu- setningarinnar sést best á eftirfarandi tölum, sem eru tilfæröar eftir Schúder. Af 98478 bitnurn og bólusettum dóu 863 = ca. 0.9%. Ef þeir eru ekki reiknaðir með, sem dóu áður en 15 dagar voru liðnir frá þvi að bólusetningin var enduð, ])á er dánartalan að eins 0,64. En 15 dagar er meðgöngutíminn, ef sóttnæmi'ö er sett beint í heilann. Til Pasteurs má eiginlega rekja allar þær mildu uppgötvanir, sem gjörö- ar voru á árunum 1870—90 i gerlafræðinni, er flestir sýklar fundust. Rannsóknir Pasteurs gáfu tilefni til ])ess, að farið var a'ð leita að sótt- kveikjunum. En hann á líka góðan ])átt í því, að Lister byrjaöi sina „antiseptisku" meðferð á sárum. Lister vaknaði einmitt af ritum Paste- urs um gerö og rotnun. Sömuleiðis eiga serumlækningar rót sina aö rekja til hans. Eitt af því, sem Pasteur geröi, var aö kveða niður generatio spontanea. Tilraunir Pasteurs voru frægar fyrir það, hve vel þær voru hugsa'ðar og framkvæmdar; þær eru margar beinlinis ,,klassiskar“. Samfara nýrri og aukinni þekkingu á sýklunum, komu líka nýjar að- ferðir á öðrum næmum sjúkdómum. Eitt af því, sem einkennir Pasteur, er það, hve sýnt honum er um, aö gjöra uppgötvanir sínar nothæfar. Eins og sést á þessu stutta yfirliti, hefir hann gert stórmerkilegar upp- götvanir í krystallafræði, efnafræði, jurtafræöi, lífeðlisfræði, sjúkdóma- fræði og heilsufræði. St. Jónsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.