Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 10
184 LÆKNABLAÐIÐ En þetta er einmitt ástæcSa mín til þess, aö láta þá ekki velja hann, því fyrir mér vakir það, að landlæknir sé algerlega óháður hinum starf- andi læknum landsins; þetta er frá mínu sjónarmiöi aöalatriöi'ð. Vér þekkjum þaö, frá öörum kosningum, aö kjósendur telja sig eiga allmikil itök í þeirn, sem þeir kjósa, og maðurinn, sem fyrir valinu veröur, finnur sig, ef til vill knúöan til aö láta aö vilja „háttvirtra kjósenda“. Þaö er þetta, sem eg vil fyrirbyggja. Meö þessu er ekki sagt, aö valiö heppnist illa, þó allir læknar kjósi, en mér þykir meiri trygging fólgin í þeirri aöferö, senr eg hefi bent á. — Stefán Jónsson hefir, í grein sinni, tekið jretta sanra fram, og itarlegar; j>arf eg ]>ví ekki að fjölyrða urn jretta frekar aö sinni. Gott væri, að sem flestir læknar létu til sín heyra um þetta stórmál. Þ. Edilonsson. Athugasemdir í hjúkrunarmálinu. í grein sinni, ,,L æ k n a þ i n g i ð“, í nóvemberldaöi Læknablaösins, skrifar hr. dócent Stefán Jónsson um hjúkrunarmáliö, sem hann sjálfur telur þýöingarmikiö mál. Er þaö íullkomlega rétt. Ef læknarnir eiga að geta fengið góöan árangur af starfi sinu meðal sjúklinganna, veröa þeir að hafa góöar hjúkrunarkonur sér til aöstoöar, en til jæss aö vera góö hjúkrunarkona, þarf góörar fræöslu verklega og munnlega. Hjúkrunarkvennafélagiö hugöi, aö hjúkrunarmáliö væri á dagskrá læknajíingsins og sendi jress vegna j)ví ákvæði sín um mentun hjúkrunar- kvenna, til jress aö læknarnir gætu látið i ljósi álit sitt um þau. Viö feng- um svar frá formanni félagsins, hr. prófessor Guöm. Hannessyni, — en við uröum eigi varar viö neina sérstaka afstööu til þessa máls frá lækn- anna hálfu fremur en dócent Stefán Jónsson. Hjúkrunarkvennafélagið ákvaö 3J/2 árs námstíma, til j)ess aö geta tal- ist fullkomin hjúkrunarkona. Þetta hyggur dócentinn aö veröi bæöi langur og dýr námstimi. Hann er ])ó ekki nema ári lengri en á Noröur- löndum. Munurinn kemur af spítalaskortinum hjá okkur, og þegar viö fáum landsspitala, — vonandi áöur langt um liður, — mun sami tími nægja eins og hjá frændum okkar. En þangað til er eigi hægt aö kom- ast af meö minna. Fyrir fullnuma hjúkrunarkonu veröur námstímanum skift j)annig niður: 2 ár verða þær hér heima, á spítölunum, Vifilsstööum, Kleppi, Laugarnesi og farsóttahúsinu hér í Rvik, en einnig veröa sjúkrahúsin á Akureyri og ísaíirði tekin með til námsins. Síðasta 1J4 ár veröa j)ær svo á Ríkisspitalanum í Khöfn: í 8 mánuöi á deild fyrir innvortis sjúk- dóma, 8 mánuði á kirurgiskri deild og í 2 mánuði á fæðingardeild. Kostnaðurinn verður heldur eigi svo agalegur. Hér á sjúkrahúsunum fá hjúkrunarnemarnir nú sem stendur 30 kr. laun á mánuði*, auk þess sem þær fá húsnæði, fæöi, vinnukjóla og þvott ókeypis. Þegar á Ríkis- * A Akureyrarspítala eru launakjörin eigi ákveÖin enn þá.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.