Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ i85 spítalann kemur, fá þessir hjúkrunarnemar sömu kjör og danskir hjúkr- unarnemar, sem fengist hafa jafnlengi viö hjúkrunarnám, ekkert tvo fyrstu mánuSina**, 85 kr. á mánuöi næstu 4 mánuöi, og svo 100 kr. á niánuði síöasta námsáriö. Annars njóta þeir sömu hlunninda og hér heima. Auk þess geta hjúkrunarnemarnir, ef þær þurfa aö biöa stuttan tíma, eftir aö þær eru komnar til Hafnar, búiö ókeypis í spítalanum, ])angaö til þær taka til starfa. Lg get eigi kallaö hjúkrunarnám þetta dýrt. Ef til vill getur hjúkr- ttnarkvennafélagiö útvegaö einstaka hjúkrunarnema ókeypis far til Hafnar. Námstíminn fvrir h é r a ö s h j ú k r u n a r k o n u r veröur 2 ár : 22 mánuöir á áðurnefndum spítölum og 2 mánuöir hjá „Líkn“ viö heima- hjúkrun og á Hjálparstööinni fyrir tjerklaveika og jafnframt dálítiö námsskeið viö matartilbúning handa sjúklingum. Kjörin fyrir héraðs- hjúkrunarnemana á spítölunum veröa þau sömu og fyrir hina. En í þá tvo mánuöi, sem þeir verða hjá ,,Líkn", fá þeir engin laun og verða aö kosta sig þá aö öllu leyti. Hjúkrunarkvennafélagið hefir auðvitað ekkert á móti þvi. að héraös- hjúkrunarkonur fái 3V2 árs nám. Helst mundi þaö óska, aö allar hjúkr- unarkonur fengju sömu hjúkrunarmentun; en við hugöum, að héruðin hvorki gætu eða vildu, — að minsta kosti ekki fyrst um sinn, — borga þeim |>au laun, sem hjúkrunarkonur meö //2 árs undirbúningi, ættu heimt- ingu á. Auk ])ess laorgaði það sig betur fyrir almenning, hjúkrunarkonu- stéttina og lækna, að fá hjúkrunarkonur með tveggja ára námstíma, en konur, sem ef til vill ættu aldrei aö koma nálægt sóttarsæng og heföu alls enga eða mjög litla tilsögn fengið viö hjúkrunarstörf. En hvað því viö- víkur, aö héraðshjúkrunarkonur þyrftu betri undirbúning undir starf sitt en spítalahjúkrunarkonur, þá get eg eigi verið á sama máli, af því aö spitalahjúkrunarkonurnar eiga að kenna hjúkrunarnemum og þurfa þvi sjálfar að hafa sem fullkomnasta mentun. En auk þess má búast við, aö 1 spítalana komi einkum þeir veikustu og erfiöustu sjúklingar. Loks geta héraðshjúkrunarkonur, innan vissra aldurstakmarka, fullkomnaö nám sitt seinna. Við verðum a.ö vona, aö þegar læknar og almenningur úti um landiö fer smámsaman aö venjast góðri hjúkrunaraðstoð, muni launakjörin einn- ig veröa sæmileg. Ef til vill gætu menn hugsað sér, aö héruðin fengju styrk úr ríkissjóði til aö launa hjúkrunarkonur. — Christophine Bjarnhjeðinsson, form. „Félags ísl. hjúkrunarkvenna". Louis Pasteur. 1822—1922. í ár er ioo ára fæöingarafmæli Pasteurs. Er þess minst víösvegar un, lönd. Eins og mönnum mun kunnugt, var hann upprunalega efnafræö- ingur, en fór snemma að gefa sig viö rannsóknum á vín- og ölgerö og öðrum tegundum gerðar. LTppgötvaöi hann, aö geröir stafa af smáverum "* Danskir lijúkrunarnemar fá engin laun fyrstu .( mánuðina.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.