Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 17
LÆICNABLAÐIÐ 191 Gallsteinar eru miklu tíöari en menn ætla, segir Svend Hansen. Við 1191 olxluctio fann hann gallsteina i 25%. líka (19% karlar, 31% konur). ~3% steina voru á öðrum stöðum en i gallhlöðrunni. Hann telur þekk- :>igu lækna á gallsteinuin og meöferð þeirra ófullkomna og of seint aö liefjast handa, er gula eöa gallsteinakveisa brýst út. Hann gefur þaö ráö, a'Ö leita aö urobilini i þvaginu. (U. f. L., 1. júli). Meðferð á lungnabólgu telur W. H. Wynn lakari hjá læknum en skyldi. Alt veltur á tvennu í hans augum: 1) fljótri diagnosis og 2) bólusetningi'. ~~ Innan 24 klst.. að minsta kosti innan tveggja sólarhriiiga á greining sjúkdómsins aö vera viss og fyrsta bólusetning framkvæmd. Maöur, sem skyndilega sýkist meö köldu, áköfum hita og taki, meö heitri, þurri húö og veikluöum andardrætti í öðru lunga, — hann hefir lungnabólgu, þó uppgangur sé ekki strax blóðlitaður eöa andardráttarhljóð lilásandi. í slíkan mann á strax að dæla 100 millionum af drepnum lungnliólgusýkl- um eöa blöndu af þeim, streptococci og bacill. influensae, ef utn inflúensu- lungnabólgu er að gera. 71% sjúklinga, seni bólusettir eru á fyrsta sólar- hring eru orðnir hitalausir eftir 24 klst., og nálega enginn deyr. „Eg þekki enga meðferö sjúkdóms, sem er svo áhrifamikil, sem bólusetning við lungnabólgu á fyrsta sólarliring,“ segir W. Um almenna hjúkrun sjúkl. segir hann, aö mjög áríðandi sé nákvæm hjúkrun og alger ró. Sjúkl. má ekkert á sig reyna, ekki setjast á nætur- gagn, ekki seilast eftir hrákailátinu etc. -— Þessu næst er, að loftið sé tárhreint og sem næst útilofti. Kulda þarf ekki aö óttast, meöan hiti er ’• sjúkl., og gluggar eiga aö standa opnir dag og nótt. — Viö takinu eru heitir grautarbakstrar góðir, en nokkuð þungir, og antiflogistin getur komiö í þeirra staö. Stundum má dæla lofti (súrefni) inn í plevra og hverfur ]iá takið. Viö þraut og hósta er óhætt aö gefa Dowersduft aö kvöldi, og opiata eru ekki svo hættuleg sem sumir ætla, meöan andþrengsli eru lítil. Viö svefnleysi er hvaö hættuminst aö gefa paraldehydum. Sé æsing mikil og órói, er injectio hyoscini besta hjálpin. Sé expe.ctoratio lítil, getur vatnsgufa komiö aö gagni (þur hósti), en atropin, ef uppgangur er mikil og hrygla. Kamfóra o. fl. slík lyf eru til litils gagns. (Lancet 2. sept.). Barnaveikisblóðvatn hrýnir Ministry of Heallh fyrir læknum aö nota tafarlaust, ef nokkur gru'nur sé um barnaveiki. Ráöleggur, aö gefa 500 1. E. til v.arnar, en 8000 til lækninga viö léttan og meöaljnmgan sjúkdóm, en ef dæling hefir dregist til 3. eða 4. dags, þá ióooo—30000 I. E. — Ætla mætti, að Ministry of Health vissi hvaö þaö færi i þessu efni. (Lancet, 2. sept). Einangrun í rúmi. Harries segir, aö sér hafa reynst biliö milli rúma nægilegt, ef 9 fet af stofuvegg koma á hvert rúm. — Þetta svarar til þess aö 1 meter sé milli rúma, og er furða, aö svo litiö bil skuli duga. (Lanceí, 2. sept.). Læknaskólar heimsins eru nú 351 talsins, og eru Bandariki Ameríku þar fremst i flokki meö 81 skóla og Kína næst með 25. Stórbretaland og írland eiga aö vísu 34 læknaskóla, en þegar Englatid er taliö eitt sér, eru skólarnir þar 21 og sama er í ítalíu. Þá eru næst Indland, Japan og Þýska- land meÖ 20 hvert, en önnur lönd langt þar fyrir neöan.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.