Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 4
i78 LÆKNABLAÐIÐ konan taki eftir því i hóglífi sínu, svo mikil, aS ekki verSi viS gert, t. d. komin myocarditis og degeneratio cordis, eins og svo oft vil-1 veröa lijá sjúklingum meö fibromata uteri. Sturidum þykir mönnum varla taka því. að gera viS fibromum vegna þess, aS konari er ef til vill komin undir fimtugt og búist er viS climacterium þá og þegar. og meS því bót allra þessara meina, en gæta þess ekki. aS einmitt þegar fiiirotn eru í uterus kenutr climacterium oftast mjög seint, oft ekki fyr en sjúklingurinn er kominn langt yfir fimtugt, og mikiS getur l)lætt og tnikiS tapast af heils- unni á skemri tíma en 2—3 árum. Verkir eru mjög algengir meS fibromum, algengari en margir ætla, og e-kki síSur meS litlum fibromum en stórum. Þeir geta orSiS svo slæmir, aS konunni þyki óbærilegt, sérstaklega um menses, og er ekki ósennilegt, aS bak viS marga dysmenorrhoea leynist lítil fibrom. H a r t m a n n lýsti nokkrum slíkum tilfellum á norræna kirurgafundinum í Kristjaníu 1919, og sjálfur hefi eg, meSal minna fáu sjúklinga, séS 3—4 konur meS fibrom, þar sem aSaleinkenniS var dysmenorrhoea. Til dæmis skal eg taka eina sjúkrasögu: 33 ára kona, gift í 12 ár, en aldrei gravid, heilsugóÖ. Menses frá 16. ári, á 4 vikna fresti, 2 daga. .Fyrir 1 ári fóru menses aÖ verÖa meiri, upp undir viku, en reglulegar, og þar sem áður liöfðtt að eins verið litlir verkir með nrenses, urðu þeir nú mikl- ir, stundum svo, að leið yfir konuna af verkjum í lífi og aftur í bak. Exploratio: Uterus mobil, í hægri hlið hans, og áfast við hann harður hnútur, á stærð við litla appelsínu. Lítil eymsli. Takmörkin milli tumors og uterus voru svo glögg, að nrér datt adnextumor í hug, og þá helst graviditas extrauterina. — Við operationina sýndi sig, að þetta var intramuralt fibrom á stærö við hænuegg, og náði svo langt inn, að cavum uteri opnaðist við enucleatio. Sárið í uterus var saumað saman og konunni heilsaðist vel, og hefir síðan haft eðlilegar og verkjalausar menses. Bráðastra aðgerða þurfa fibromin, ef þau fara að þrýsta á önnur lií- færi, urethra, blöðru, ureteres eða rectum, og er það þá vanalega annað- hvort af þvi, að þau eru orðin mjög stór eða þá, að þau komast i sjálf- lieldu í grindarholinu. Þau geta líka orðið svo stór, að þau þrýsti á önn- ur liffæri, en nefnd voru, valdi erfiðleikum við andardrátt o. s. frv., en slíkt íriún sjaldgæft nú á tímum. Ýmislegt fleira getur auðvitað komið fyrir, sem geri aðgerðir við fibrom- um nauðsvnlegar, eg vil að eins nefna degeneratio maligna eða grun um hana viö skyndivöxt á fibromunum, infectio og graviditas. Ef við nú erum komnir að raun um, að eitthvað þurfi að gera við sjúk- ling með fibrom, þá er eftir að vita hvað gera skal. Eins og eg gat um í upphafi greinarinnar eru það nú aðallega tvær aðferðir, sem koma til greina, operatio og radium og er ]iá rétt að athuga litið eitt nánar áð- gerðir þessar, áhrif þeitra og aíleiöingar. Aðalóperationin við filiromata uteri er nú og veröur sennilega fram- vegis amputatio uteri supravaginalis, sem nú er orðin hættulítil óperation. íibroni hverfa og ovaria haldast óbreytt, en menses hætta og auðvitað fer potentia generandi forgörðum. Nýlega hafa menn reynt að gera ,,con- servativ" amputatio uteri. skilja svo mikið eftir af uterus. að menses geti haldist, og líkar mörgum konum það betur; þær eru þá minna frábrugönai öðrum konurn en ef þær væru amenorrhoiskar. Besta operationin er auö-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.