Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 6
LÆKNABLAÐIÐ 180 í uterus. ÞaS er þá mikil hætta á því, aö bólgan vaxi, og þá sjaldan, konur deyia eftir radiuniaðgerö, er það vanalega af því, að infectio hefir veriö fyrir, sérstaklega pyosalpinx, sem springur og orsakar peritonitis. Til- tölulega oftar hafa komiö ígeröir i parametria, sem opnaöar hafa veriö eöa gert út, en örsjaldan leitt til dauöa. Sama hættan er auövitaö líka ef infectio eöa necrosis er í sjálfum fibromunum. Þaö er því oröin föst regla geislalækna, aö nota ekki geislalækningar viö fibrom þar sem um bólgu er aö ræða eöa jafnvel grun um bólgu. Auövitaö er ekki heldur hægt aö nota geislalækningar viö fibromala in graviditate þar sem aögeröa þarf við vegna þess aö um íibromata prævia er aö gera. Sama er aö segja um turnora, sem ekki er hægt aö ákveöa meö vissu hvort vera muni fibromata eöa af öörum uppruna, t. d. tumores ovarii, tubae eöa kannske sullir i ligamenta lata eöa fossa Douglasi. Þaö sem mest mælir meö geislalækningum og ,j)á helst radiumlækning- um er hve aðgeröin er tiltölulega einföld, og oftast má gera hana án svæfingar, aö minsta kosti hjá konum, sem fætt hafa, og hve lækningin tekur stuttan tíma. Þar aö auki má segja, aö aðgerðin sé mjög hættulítil, cf rétt er á haldiö. Aðalagnúinn á geislalækningunum er skemdin á ovaria. Nú kemur ])aö oft fyrir, aö mens.es hætta ekki alveg eftir geislanina, en verða eölilegar eöa minni en áöur var. Það væri náttúrlega besta bótin ef fibromaeinkennin hverfa þá um leiö og stundum kemur j)aö fyrir. Og dæmi eru til j)ess aö konur hafa orðið vanfærar eftir geislalækningar og aliö fullburöa börn. d£n hingaötil hefir ekki tekist aö finna J)ann rétta skamt, sem til ]>ess þarf, meöfram af því, að konur eru mjög misjafnlega næmar fyrir áhrifum geislanna. Venjan er samt sú, aö því eklri sem konan er, því minna geislamagn þarf hún til þess að veröa amenorrhoisk. En þvi yngri sem konan er, ]>ví rneiri veröa veniulega áhrifin af climacterium præcox, og þvi er það, aö margir læknar vilja ógjarna nota geislalækn- ingar viö konur innan viö fertugt, og sérstaklega ekki ef nokkur von er um aö geta gert myomectomia eöa enucleatio. Ef til vill þroskast geislalækningar svo með tímanum, þær eru aö eins nokkurra ára gamlar, að þær geta ráöið viö flest fibromata uteri, en ])angaö til veröa kirurgar og geislalæknar að skifta þeim l>róöurlega á milli sin. Eg get ekki stilt mig um að taka upp lokaorö Faure’s í umræöun- um, sem eg gat um að framan. Hann ])óttist sannfæröur um þ&ð, aö ef 100 óvaldir sjúklingar með fibromata uteri væru ópereraöir þá læknuö- ust fleiri og tö])uöust færri en viö geislalækningar.Mais, en pratique le probléme ne se réduit pas á une question de stafistique, et, lorsqu’un malade vient nous demander, si dans son cas on ne peut pas employer les rayons X ou le radium, on sera bien souvent conduit á lui répondre affirmativement et, dans presque tóus les cas, le succés montrera qu’on aura eu raison; voilá ce qui se passe en pratique.“

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.