Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ j8i Þórður Pálsson héraðslæknir. Hann andaöist í Reykjavík á aðfangadaginn eftir stutta legu, a'S eins 46 ára gamall. ÞórSur var fæddur á Hjaltabakka í Húnavatnssýslu 30. júni 1876, sonur séra Páls Sigurðssonar, hins andríka manns, er síöast var prestur i Gaulverjabæ (d. 1887) og frú Margrjetar Þórðardóttur, er enn lifir. Hann útskrifaðist úr lærða skólanum 1896, en úr læknaskólanum í árs- byrjun 1902. Hann var bróðir Sig. heitins læknis á Sauðárkróki og Árna bókavarðar. 1. október 1903 var hann skipaður hcraðslæknir í Axárfjarðarhéraði, og settur jafnframt ti 1 að þjóna Þistilfjarðarhéraði. Var það erfitt læknis- hérað, og gat hann sér þar gott orð. 1. ágúst 1907 var hann skipaður héraðslæknir í Mýrahéraði og settist að i Borgarnesi, enda var læknishéraðinu um þessar mundir breytt i Borg- arneshérað, og fékk hann veitingu fyrir því 27. okt. 1908. Hann kvæntist 10. október 1903 Guðrúnu Björnsdóttur, ráðherra, og lifir hún mann sinn. Var hún jafnan hans hægri hönd við læknisstörfin. Þórður var maður vel gefinn. Næmi hans var frábært, svo að hann t. d. virtist kunna samstundis hvern söngteksta er hann leit á. Hann var og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.