Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 183 til ,hans kasta, er um sóttvarmr er að ræða ;■ mun alloftast öll framkvæmd og á b y r g ð snerta og falla á héraðslækna. Menn halda því ef til viil fram, að liann sje nauösynlegur, vegna sóttvarna í Reykjavík. En fyrir því virðist engin ástæða. þar sem skipaður er sérstakur bæjarlæknir þar. — óþarft emljætti, sem hefir sýnt sig að stofnað var sem pólitískur bit- lingur. Sýnist héraðslæknirinn i Reykjavík hafa lítið annað eftir en tit- ilinn, auk einhverrar kenslu við háskólann, — gæti hann víst annast ]?etta starf landlæknis, — landlæknir kendi áður töluvert samhliða embætti sínu. Að öllu þessu athuguðu tel jeg langheppilegast að afnema embættið, því þess er engin þörf. Kostnaður við skrifstörf landlæknis er líka hreint og beint hlægilegur, — getur hann ekki komist yfir það einn, eða hvað á hann að starfa annað en að vera ,,toppfigúra i kranzakökunni" ? Þing og þjóð heimta fækkun embætta, finst mér hér sé hægt að stíga spor i áttina. En vilji menn nú halda i embættið, þá virðist aðalatriðið vera, að korna iram með tillögur um á hvern hátt það skuli veita. Eg sé enga ástæðu til. að liaga veitingu landlæknisembættisins öðru- vísi en veitingu annar læknisembætta. Þess veröur eingöngu aö krefjast, að tala embættisára ráði veitingunni. Þess ber líka að gæta, að málið horfir öðru vísi við nú en áður, meðan landlæknir hafði kenslu lækna- nema á hendi; þá þurfti hann að hafa meiri þekkingu, en eins og nú er, getur næstum hver héraðslæknir tekið að sér stöðuna. Að háskólakenn- arar og héraðslæknar hafi tillögurétt, gæti komið til mála, en það er ekki einhlítt. Það hefir oft sýnt sig. H. Stefánsson. Landlæknisembættið. í októberblaðið skrifaði eg nokkrar línur um kosningu landlæknis, þeg- ar það embætti losnaði næst, og benti á þrjár leiðir: 0 Landlæknir kosinn af öllum læknum landsins, 2) Landlæknir kosinn af héraðslæknum einum, 3) Landlæknir kosinn af prófessorum læknadeildar háskólans og stjórn Læknafélags íslands. fvg taldi hina síðastnefndu leið heppilegasta og áleit, að með þessu fyrir- komulagi, væri fengin trygging fyrir þvi, að hæfur maður yrði fyrir val- mu. Eg bvgði þetta álit mitt á því, að í prófessorsembættin mundu ávalt veljast áfburðamenn, og meiri hluti stjórnar Læknafélags íslands ávalt skipuð tveimur alkunnum læknum úr Reykjavík. Eg held fast við, að þetta sé heppilegasta leiðin. sem farin verður. Síðan hafa tveir collegar látiö i ljósi álit sitt um málið, þeir Stefán Jónsson docent og Ól. Finsen héraðslæknir. Stefán er á mínu máli, en ()k Finsen vill láta alla starfandi lækna kjósa manninn, og byggir það á því, að allir starfandi Jæknar og sérstaklega héraðslæknar hafi svo mikið saman við landlækni að sælda, að þeir ]æss vegna eigi sjálfir að fá að velja hann,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.