Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1923, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.05.1923, Blaðsíða 3
5. blað. 9- árg. Maí, 1923. Fractura patallæ dextræ. Novocain-suprarenin deyfing. Hringsaumur og liðpokasaumur. Karlmaður 38 ára gamall, bóndi í nágrannahéraði, var á skaufum, lenti í tvístæðu á fleygiferð, og kastaðist fram yfir sig niður á ísinn ; hægri hnéskel hrökk í sundur við fallið. Þann 18. des. 1921, sex dögum eftir áfallið, var sjúkligurinn fluttur hingað á sjúkraskýlið. Mikil bólga var i hægri hnélið, aum viðkomu og dúaði til (fluetuírandi) ; hnéskelin var hrokkin i sundur neðanvert við miðju, og neðra brotiö klofið skáhalt sundur í tvent: brotin dönsuðu til efst og neðst á Itólgunni, og var um 9 sm. bil á milli ])eirra. Húðin yfir hnélið, og í kringum hann að ofan og neðan, var mjög marin; þrjár húð- flumbrur, tvær á stærð við 25-eyringa, ein á stærö við 50-eyring, voru framan á liðnum ofanvert við miðjan lið ; gekk graftarvilsa út úr þeim. og þroti var i kring; þær komu um leiö og áfallið skeði, en bólgnað hafði út frá þeim, einkum á leið hingað, enda sjúkl. orðið fyrir nokkru hnjaski. því vont var umferðar, þó allvel væri um fótinn búið i trérennu. Aður fyrirhuguð skurðargerð færi frarn, ])ótti sjálfsagt, að 1>íða nokkra daga, ])ar til ])roti frá húðflumbrum væri horfinn og þær grónar og blóö borfið betur úr liðnum. þiftir sótthreinsun á hnéliðnum voru hafðar við hann steril. umbúðir. Heftiplástursræmur voru lagðar. eins og testudo, ofan frá og neöan frá að l)rotunum, utan yfir umbúðirnar, til að halda ])eim 1)etur saman, svo blóð resorberaðist fvr; þar utan yfir teigjubindi (idealbindi). Búið var um fótinn og haft vel rétt úr honum í vírgrind (gouttiere). sem lögð var á hallanda (haft hátt undir hælnum og eins undir höýði sjúklingsins). Næsta dag var byrjað á því, að nudda quadriceps, til að fyrirbyggja rýrnun í honum, ef rúmlega yrði !öng; var það gert daglega, umbúðum skift, og lagfærðar heftiplástursræmurnar, eftir því sem þær gáfu á sér. Á vikutíma greru húðflumbrurnar, húðin tók sig og bólgan i liðnum minkaði dálítið; þó voru um það að vera 7 sm. á milli brotanna, þegar heftiplástursræmurnar fóru að gefa á sér. Þegar um svona stórt bil rnilli brotanna er að ræða. eins og hér átti sér stað, kemur það af því, að liðpokinn er rifinn til hliða, beggja megin út frá brotsstaðnum, 1)lóð rennur í liðinn, sem ])enur hann út, fjarlægir brotin, og sömuleiðis heldur samdrátturinn í quadriceps þeim í sundur. Blóðlifrar og blóðstorka, tætlur úr liöpoka og aproneyrose setjast á milli brotanna, og fyrirbyggja, að þau beinrenni, þó hægt sé að konta þeim

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.