Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1923, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.05.1923, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 73 tilkall til aukalæknislaunanna og fjárhagsnefnd Vestmannaeyja hefir einnig fallist á, að hlita úrskurði gerðardóms. Gerðardómurinn lítur svo á, að mjög hafi verið misráðið, að Páll Kolka lét praksis í hendur Arna Vilhjálmssyni og hann tók við henni, þótt ósani- mála væru l>eir um aðalatriðið, launamálið. Kjör Arna Vilhjálmssonar hjá Páli hafa verið þau, að Árni hefir gengið inn í praksis 'Páls, gegn því, að taka á leigu íbúð hans og innanstokksmuni fyrir 200.00 krónur á mánuði og varðveita aukalæknisstöðuna. Læknavikarar liér á landi hafa hingað til verið mjög kröfuharðir. Nú mun svo vera, þá er héraðslæknar fá vikar, að þeir verði að greiða honum full byrjunarlaun emhættisins, alla praksis og venjulega 10% af meðalasölu. Húsa- leiga vikarsins er venjulega mjög hófleg og afnot af áhöldum læknisins ókeypis. Að því er gætandi. að' i flestum héruðum eru embættislaunin mikill hluti læknisteknanna. Samanliorið við þessi kjör, hafa kjör Árna Vilhjálmssnar verið verri en gerist, ekki síst þegar tillit er tekið til þess, að Árni Vilhjálmsson er eklri kandidat en Páll Kolka og hefir tveggja ára spítalanám erlendis að bakí sér, en þó verður á það að líta, að hjá aukalækni Vestmannaeyja er praksis aðal- tekjustofninn. Samt lítur dómurinn svo á, að Árna Vilhjálmssyni heri enginn réttur til aukalæknislaunanna, vegna þess, að báðir málsaðiljar viðurkenna, að Páll Kolka hafi strax frá upphaíi neitað að láta nokkuð af hendi af föstu laununum. Aftur á móti þykir gerðardóminum sanngjarnt, að Páll Kolka bæti kjör Árna Vilhjálmssnar svo, að liann gefi honum eftir að minsta kosti helming þeirrar húsaleigu, sem ákveðin var. Viðvíkjandi úrskurðarkröfum Páls Kolka skal tekið fram: ad. 3. Gerðardómurinn teknr umsókn Árna Vilhjálmssonar, um aukalæknislaunin, án vitundar Páls Kolka alveg óviðeigandi, þrátt fyrir það, þótt á orði lægi, að hæjarstjórn mundi fella niður launin. ad. 4. Báðum, málsaðiljum kemur saman um, að vikariatið hafi átt að standa eitt ár, og þykir rétt. að svo haldist, en úrskurð um frekari dvöl Arna Vilhjálms- sonar i Vestmannaeyjum vill dómurinn ekki fella, og finst ástæðulaust. að gera honum getsakir um, að hann mnni ekki fylgja fyrirmælum cod. eth., en þar er talað unt eitt ár, en ekki tvö, eins og Páll Kolka krefst. ad. 5. Gerðardómnrinn leggur það til, að læknar geri ávalt meö sér skriflegan samn- ing, þá er einn gerist vikar annars, en álítur codex ethicus sjálfsagðan grund- völl undir læknisleg viðskifti allra íslenskra lækna. ad. 6. 7. cg 8. Gerðardómurinn álitur, að þessi atriði geti alls ekki heyrt undir sitt verksvið. Með skírskotun til þess, sem á undan er skrifað, fellir gerðardómur Læknafélags íslands svohljóðandi úrs kurð: Ákveðin laun aukalæknis Vestmannaeyja um tímabilið 1. júlí 1922 til jaínlengdar 1923 skuln goldin Páli lækni Kolka. G: Magnússon, Guðm. Thoroddscu, formaður dómsins. ritari. Qunnlangur Claesscn. Sœm. Bjarnhjeðinsson. Matth. Einarsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.