Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1923, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.05.1923, Blaðsíða 6
68 LÆICNABLAÐIÐ New-York pistlar frá P. V. G. Kolka. Kæra Læknablafi! Eg hefi ekkert láti'ö ])ig heyra frá mér, síöan eg kom hingaö vestur, en þar eö eg hygg. aö marga collega fýsi aö heyra eitthvaö um þaö, er fyrir augun l>er hjá ])essari þjóð, sem nú er aö mörgu leyti oröin önd- vgisþjóö jarðar, vil eg hér meö hripa ])ér nokkra pistla. Finn eg mér þaö því skyldara, sem eg er fæddur á Pálsmessu og ])ess vegna heitinn eftir hinum mikla pistlaritara, Sánkti Páli frá Tarsus. Viðtökur. Eg reyndi talsvert mikiö til aö fá vinnu hér á spítölum, þegar er eg kom hingað, en það reyndist erfitt, ])ví flestir kandidatar eða „interns“ eru ráðnir aö vorinu, oftast til i eöa 2 ára í senn, en það þótti mér nokkuð langur tími. Aðsókn er ntikil aö spítölum hér i New York, enda er aö verða hér „oversupply" eða ofvöxtur í læknastétt. Þaö er kvartað undan ])ví, að allir skólar fyllist af Gyðingum, — en þeir eru y^ eöa y=, allra íhúa horgarinnar, — og mikið talað um, aö takmarka lærisveinafjölda. Ekki sér maður neinn aödáunarsvip á stéttarbræðrum hér, ])ótt maður segist vera útskrifaður frá Háskóla íslands. Yankeearnir eru farnir að horfa með talsverðum hrokasvip á Evrópu og ])akka sinum sæla fyrir, að eiga heima hjá Uncle Sam. Þó hefi eg yfirleitt fengið ágætar viðtökur. Læknar hafa verið mjög collegial við mig, enda eru mentuðu mennirnir hér mestu prúðmenni, mjög hlátt áfram og lausir við allan uppskafnings- hátt, en al])jóð manna er yfirleitt ókurteisari og ver „cultivated“ en i Norður-Evrópu. Eins og geta má nærri, er hugmyndum flestra hér um ísland mjög áhótavant. Þó vissi ráðsmaðurinn fyrir Lying-in-Hospital, Dr. Spiller, bæði um sullaveikina, holdsveikina og ginklofann heima á Fróni. Hann haföi verið á Suðurhafseyjum og átt þar í höggi viö holdsveiki. Skömmu eftir að eg kom hingað, gerðist eg meðlimur í „Societý for Advancement in Clinical Study", og fæ síðan árla hvern morgun skrá vfir alla uppskurði, sem fram eiga að fara þann dag á öllum helstu spítöl- um horgarinnar. Eg get því altaf valiö um, hvað eg vil sjá þann og þann daginn. Oftast hefi eg farið á Roosevelt Hospital, þvi ])ar er einn af hestu skurðlæknum landsins, Dr. Ch. Peck, sem eg var svo heppinn að komast i kynni við. Reyndist hann mér mjög hjálplegur. Þegar eg haföi veriö hér í mánuð, komst eg að um mánaðartíma á N. Y. Nursery and Child’s Hospital, sem er hæði fæðingarspítali og barna- spitali. Eg var á fæðingardeildinni, fékk frítt uppihald, en ekkert kaup. Eg var oft látinn sitja yfir úti í hæ, því stórt svæði heyrir undir spítalanr. og geta allar konur á þvi svæði fengið ókeypis yfirsetu frá spítalanum, en hann hefir mörgum læknum á að skipa. Eg kyntist því húsakymnum og "heimilisKögum alþýðufólks hér. Aðalgallinn á slíkum húsum er birtu- leysi, því víða horfa gluggar út í djúpa og ])rönga ljósgarða, eða öllu heldur gjár, sem eru að eins i—2 m. á breidd, en 12—15 á dýpt. Þar eru því sólarlitlir dagar, eins og hjá Axlar-Birni. Annars hefi eg farið hér

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.