Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1923, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.05.1923, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 67 grófu aluminium-bronce, og henni stungifi aö utanveröu frá inn i gegnum sinina á extensor cruris, ofanvert við efra brotið, dregin þar í gegn og stungið með grunnu haldi að innanverðu, svo þráð- urinn felist að niestu, og að því búnu var henni stungið með góðu haldi út í gegn um ligament. patell., síðan fengið lauslegt hald að innan- verðu, og nálin dregin út í námunda við, þar sem fyrst var stungið. Að- stoðarmaður heldur brotunum vel saman tneð grysjustykki, meðan hert er á báðum þráðendum, svo vel falli að hnéskelinni og haldi brotunum i skefjum; eru þeir svo snúnir saman utanvert á ofanverðu efra broti. Liðap'okarifurnar saumaðar saman með 4 jodkatgut-saumum, og sam- feldur jodkatgutsaumur í periostrendur yfir brotstaðnum. Húðsárið saum- að saman með fínum aluminiutn-bronpe-þræði (6 saumar); litið drain lagt inn að liðpoka, neðst í hornið á sárinu að utanverðu. Steril. umb. Sjúklingurinn fann ekkert til, meðan á aðalaðgerðinni stóð; að eins þurfti eg að láta gefa honum lítilsháttar chloræthyl. til innöndunar við síðustu húðsauma aö innanverðu. Búið var ittn fótinn i vírgrind, eins og áður. Sjúkl. heilsaðist vel eftir á, verkjalaus, lítilsháttar sótthiti, ekki yfir 38° C., næstu 3 kvölcl, um- búðum var skift eftir 4 daga, því dálítið hafði blætt í þær. en ekki svo. að gegn dræpi. Sárið var hreint; um drainið kont ekkert; það tekið burt. Eftir níu daga frá aðgerðinni voru húðsaumar kliptir burt, og sárið gróið, nema þar sem drainið lá; það greri til fulls á næstu dögum. Beinbrotin féllu vel saman;-farið var að gera hreyfingar í liðnum, mef gætni, eftir rúiiian hálfan mán. frá aðgerðinni, hnéliður nuddaður og vöðvar á læri, og fóttlegg. Að nokkrum dögum liðnum fór sjúkl. sjálfur aö geta rétt úr fætinum, ef lítið var beygður, og livað af hverju að beygja hann ofurlítið. Eftir tæpar 3 vikur steig hann í fótinn, fyrst að eins stutta stund á dag, og hafði staf til stuðnings. Heim til sín fór sjúkl. ríðandl eftir mánuð, gat hann ])á beygt fótinn til hálfs, en rétt úr honum til fulls. Sjúkl. var ráolagt að viðhafa nudd á liðnum, eins og gert hafði verið. í næstu 2 mán., og hreifa hann í liðnum, einkum að herða smátt og smátt á beygjunni. Þeim ráðum fvlgdi hann. Sjúkl. fór að hiröa gripi á beitar- húsutn eftir tæpa 2 mán. frá því hann kom heim; gekk við staf, litið haltur; gekk að vorvinnu og heyskap í sumar, kendi til þreytu í fæt • inum, en annars einskis meins. — Eg sá sjúkl. eftir rúmt ár frá aðgerð- inni. Hann kvaðst einskis meins kenna sér, síðan um miðsumar; lúðist meira í fætinum þar til. Hreyfingar í liðnum eðlilegar; hnéskelin er vel samföst og béinrunnin. Kveðst geta farið á skautum, eins og áður. Hringsaumuriiin gefur ágæta festu á brotunum eftir á, og kemur að líestu haldi, þegar 1)orun er erfiðast við að koma eða ókleift, eins og t. d. þegar hnéskelin er margbrotin, eða annað brotið mjög lítið. í skurðlækninga1)ók Lejars er mælt með þessari aðferð við allskonar brotum á hnéskel. vegna þess, hve einföld og handhæg hún er, og vegna festunnar, sem hún gefur eftir á, á brotunum. Brekku í Fljóttsdal, 1. apríl 1923. ól. ó. Lárusson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.