Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1923, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.05.1923, Blaðsíða 10
LÆKNABLAÐIÐ 72 Þann 30. nóvember 1922 skrifar niðurjöfnunarnefnd Vestmannaeyja Árna Vilhjálms- syni liréf meS fyrirspurn um það, hvort hann fái styrk þann, er bæjarsjóÖur leggi aukalækni, og fær næ'sta dag svar frá honum, þar sem hann segist engan styrk fá, og hafi Páll Kolka sagt sér, „að sér persónulega væri hann veittur og kæmi því ekki til mála að eg (A. V.) nyti að neinu levti góÖs af styrknum." Þann 2. desemher 1922 skrifar niðurjöfnunarnefndin bæjarstjórn og leggur til, aö annaðhvort verði auknalæknisstyrkurinn feldur niÖur eða þá veittur Árna Vilhjálmssyni, og sama dag skrifar á. V. fjárhagsnefnd og sækir um aukalæknisstyrkinn frá 1. júlí 1922 til 1. júli 1923, til þess, segir Á. V. i skjali sínu til gerðardómsins, „að styrkurinn yrði ekki látinn falla niður fyrir þá sök, að bæjarstjórn þætti ekki uppfylt það skilyrði, sem sett var fvrir styrkveitingunni," cn 15. janúar 1923 samþykkir bæjarstjórn að „fresta að laka ákvörðun um aukalæknislaunin þangað til læknir P. V. G. Isolka komi heim úr utanför sinni." Eftir að Páll Kolka kom heim úr utanför sinni nú í vor, fór hann fram á, að sér væru goldin aukalæknislaunin úr bæjarsjóði, en fékk ekki, og varð |>að að sam- komulagi með honum, Arna Vilhjálmssyni og fjárhagsnefnd, að gerðardómur Lækna- félags Islands skyldi dæma um það, hvorum skyldi gjalda launin. Páll Kolka krefst þess i kæruskjali sínu til gerðardómsins, að dómurinn felli þann úrskurð: 1. að Á. V. hafi aldrei haft neina lagalega kröfu til aukalæknislaunanna, 2. að Á. V. hafi aldrei haft neina sanngirniskröfu til launanna, eða til vara, að hefði hann liaft sanngirniskröfu til þeirra, þá hafi hann fyrirgert henni með umsókn til bæjarstjórnar ,.í blóra við mig og bak við mig“. 3. að Á. V. hafi með umsókn sinni brugðist þvi trausti, sem sjálfsagt er að bera til heiðarlegs collega og góðs drengs, og brotiö co.dex ethicus, misbeitt stöðu sinni scm staðgengill og rofið samning og fyrirgert öllum rétti sem staðgengill. 4. að A. V. skuli tafarlaust skila af sér praksis og húsnæði, verða burt úr Vest- mannaeyjum og stunda þar ekki lækningar næstu 2 ár — eða-til vara skila af sér o. s. frv. í síðasta lagi á Jónsmessu þ. á. 3. að Læknafélag Islands líti svo á, að codex ethicus bcri að skoða sent hefðar- ' bundinn grundvöll fyrir samningum miili lækna og að við ágreining, sem rísi út af munnlegum samningum milli lækna, livíli sönnunarskyldan ávalt á þeim aðilja, sem i einhverju hefir brotið i bága við hókstaf eða anda cod. eth. eða haldið því fram, að cod. eth. liafi ekki verið lagður til grundvallar við samn- ingsgerðina, 6. að öll brot á anda eða bókstaf cod. eth. í viðskiftum milli lækna heri því að skoða sem svik, hvort heldur cr fyrir læknadómi eða fyrir borgarlegum dóm- stólum, nema sá, er brotið hefir, sanni hið gagnstæða. 7. að gerðardómur Læknatélags íslands líti því svo á, „að eg (P. K.) hafi lögmæta sök að sækja á hendur Árna Vilhjálmssyni fyrir borgaralegum dómstólum, og rétt til að krefja hann til hóta fyrir alt það tjón, sem hann hefir bakað mér 1) með því, að brjóta cod. eth. og þar með samning okkar, 2) ef liann neitar að hlvða úrskurði gerðardóms Læknafélags íslands, 8. að gerðardómur Læknafélags íslands liti svo á, að bæjarstjórn Vestmannaeyja sé bundin með 5 ára samningi til að greiða mér laun. Aftur á móti krefst Árni Vilhjálmsson þess, að gerðardómurinn úrskurði sér styrkinn úr bæjarsjóði fyrir aðstoðariæknisstörf frá júlíbyrjun 1922 til 30. júní þ. á. ad. 1. og 2. Báðum málsaðiljum, Páli Kolka og Arna Vilhjálmssyni, hefir komið ,saman um að bera þáð undir gerðardóm Læknafélags íslands, hvor þeirra eigi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.