Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1923, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.05.1923, Blaðsíða 12
74 LÆKNABLAÐIÐ Hitfregn. Seinni arin hefir veriö mjög tilfinnanlegur skortur á kenslubókum handa ljósmæðraefnum; seinasta Iiókin, Ljósmóöirin eftir Stadfeldt en þýdd og löguö af dr. J. Jónassen, orðin úrelt, kom út áriö 1900, og þaö sem verra var. alveg ófáanleg, en útlendar bækur er alveg ótækt aö nota á Ljós- mæöraskólanum. í fyrra veitti Alþingi fé tii útgáfu nýrrar ljósmóðurfræði, og afréöi landlæknir þá að láta þýöa ljósmóðurfræði próf. Brandts í Kristjaniu, sem út kom i 2. útgáfu 1921. Hefir Davíð Sch. Thorsteinsson, fyrv. héraðs- læknir, þýtt bókina en landlæknir yfirfariö handritiö. Bókin er 390 bls. í 8 ldaða broti meö 76 myndum og papír og prentun og allur frágangur i besta lagi og kostar bókin 10 krónur í bandi. Landlæknir hefir veriö heppinn i valinu á bók til þýðingar, því aö bókin er vel sarnin og skipulega og flest tekið meö, sem nokkru máli skift- ir fyrir liósmæöur. Þýðingin er góö og ýms nýyröi flytur bókin og vekur upp mörg gömul heiti og orðatiltæki í Ijósmóöurfræðinni, og mun það landlækni aö þakka, sem i mörg ár hefir unniö aö því aö safna orðurn á þessu sviði víðsvegar að af landinu. Mér líkar þessi gömlu og nýju orö yfirleitt vel, og mikill munur er á þeim og læknamálinu i fæðingarskýrsl- um lækna. Eg vil ráða læknum til þess að kaupa bókina, bæði til þess aö vita, hvaö ætlast megi til aö ljósmæður kunni, og ekki síður til þess aö læra sjálfir íslenska ljósmóöurfræði. Guðm. Thoroddsen. Sir Patrick Manson. Dr. L. W. Sambon sendi mér í haust hefti af „The Journal of Tropical Medicine and Hvgicne". Hefti jretta var helgað minningu Patrick Man- sons, er dó í fyrra. I heftinu éru nokkrar ritgeröir eftir merka sýklafræöinga, um æfistarf Mansons. Þar er stutt æfisaga eftir hann sjálfan, en dr. Sambon hefir skrifaö hana upp eftir honum. Veigamestar eru tvær ritgerðir eftir Sam- bon, önnur um Tropical and Subtropical Diseases, hin um The Family of Linguatulidæ (iktur). I fyrri ritgeröinni lýsir Sambon mjög itarlega helstu rannsóknum og uppgötvunum Mansons, en þó sérstaklega þeirri, er gerði hann mest fræg- an, en það var sú uppgötvun, aö mýflugur flyttu sýkla í m e n n, en einkum f i 1 a r i a o g plasmo.diu m malari æ. Þaö var í Kína, sem Manson athugaði elefantiasis og fann f i 1 a r i a-lirfurnar í mýflugum, og aö mýflugur báru veikina í menn. Þetta kom honutn til að halda, aö malaria-sýkillinn mundi á svipaöan hátt ílytjast úr mýflugum í menn. En eins og kunnugj er, hafði franski vís- indamaðurinn L a v e r a n fundiö fyrstur malaria-sýkilinn í blóði manna 1S80. Matison fekk svo Konald Ross til aö komast eftir því, hvort þessi get- gáta væri á rökurn bygö. J<oss fór ti.l Indlands, og að nokkruni tíma

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.