Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1923, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.05.1923, Blaðsíða 8
7 o LÆKNABLAÐIÐ seinna. Annan dag sá eg 20—30 sjúklinga meö allskonar endaþarmssjúk- dóma, alt frá pruritus og til lues. Spítalar og frilækningar. Hér í New York eru um 200 spítalar, af öllum stæröum og meö ýmsu sniöi. Sárafáir þeirra cru opinber eign, því flestir eiga sig sjálfir eöa er haldiö uppi af sérstökum félögum eöa sérstökum mönnum. Bandarikja- menn hafa ávalt haldið þeim ágæta siö, aö gefa fvrir sálu sinni, enda eru flestöll rúm á sambýlisstofum kostuö að öllu leyti af dánargjöfum. Yfir rúmunum eSa úti á göngunum eru marmara- og koparplötur, sem skýra frá að Mr. eða Mrs. Só-and-so hafi gefiö þetta rúm um aldur og æfi, til minningar um sinn ágæta framliöna maka. Spítalanum — eða fjárhag haus, — er stjórnað af sérstöku ,,Board of Trustees" eöa forráöamanna- nefnd. Eru venjulega valdir í hana auðugir menn og mikilsmetnir, því ofv veröa þeir aö sníkja fé handa spítalanum. Sýnir þaö Ivest örlæti Banda- ríkjamanna og höfðingshátt, hve vel gengur aö halda uppi meö frjálsum samskotum stórum og dýrum spítölum, miklum og fögrum kirkjum, um- íangsmiklu trúboösstarfi meö fjölda af sjúkrahúsum, skólum og kirkj- um úti í Asíu og Afríku, ásamt alls konar líknarstarfsemi heima fyrir, í Mið-Evrópu, Rússlandi, Balkan og Vestur-Asiu. Uncle Sam reynir því að gera sér vini af hinum rangfengna Mammon, eins og stendur í guð- spjallinum. Mælt er, aö Rockefeller gamli hafi þegar gefið urn 450 milj. dala af auð sínum, mest til eflingar læknavísindum og til útrýmingar næmra sjúkdóma. Nú um jólin gaf hann 2y2 miljón handa einum lækna- skóla vestur í landi. Allir kannast líka viö bókasöfnin hans Carnegie’s. Aö hverjum spítala hafa svo og svo margir læknar aögang meö sjúk- linga sína. Eer afkoma spítalans mikiö eftir. hversu t'rægir þeir læknar eru, því sjúklingarnir veröa aö borga samkvæmt ]>ví, fyrir vist á ein- býlisstofum. Eins og kunnugt er, er góö læknishjálp hér geysilega dýr. Hér eru til sérfræðingar, sem taka ekki minna en 50 dali fyrir hvert viötal. Elestir stærri spitalar hér eru bvgöir á háveginn, eins og öll önnur hús hér; ])eir eru þetta 8—12 havöir. Þökin á þeim flestum eru flöt, og eru sumstaðar ]>ar uppi sólbaöstofur úr gleri. Svo er t. d. á Lying-in-Hospit.al, einum stærsta fæöingarspítalanum hér. ])ar eru allar konur, sem hafa barnsfarasótt eöa brjóstamein, settar í sólbað uppi á þaki. Þaö er aö- gætandi, að sárfáar verksmiðjur eru hér inni i bænum, allir vagnar ganga fyrir rafmagni og öllum er bannaö að brenna linum kolum, sem gera mikinn reyk. Loftiö er því tært og gott, sólskinið nýtur sín og Lundúna- þoka er óþekt hér. Stærsti spítalinn hér er bæjareign, haföur fyrir þurfalinga mest, og heitir Bellevue. Hann tekur um 2000 sjúklinga, og fá þeir nær allir fría vist. Sá orðrómur leikur á, aö þar séu ólæknandi sjúklingar, sem enginn himsækir, sendir meö fyrstu ferö inn í eilífðina, til að létta á fóðrunum. en það hygg eg vera lvgi og uppspuna einan. En líkhúsið ])ar er eitthvaö 8—10 hæðir, enda er þaö aðallíkhús bæjarins. Á Bellevue sá eg 11 uppskurði á einum degi, enda var opererað á 2 stöðum í senn í sömu stofu. Þaö var á þvagfæradeildinni. Margar fleiri operationir voru gerðar þar þann dag. Viö alla skurði hér hefir læknirinn 2 eða jafnvel 3 grímuklædda og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.