Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1923, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.05.1923, Blaðsíða 14
76 LÆKNABLAÐIÐ bræöur áttu ckki annars úrkosta, en aö hverfa í skyndi, til aö frelsa líf og limu, og Manson misti sína 200 dali. Nokkru síðar hepna'ðist honum a'ð finna þá filaria-tegund, sem hann leitaði að. Hann fann hana í scrot- um af manni, en Bancroft hafði þá skömmu áður gjört sörnu uppgötvun, svo Manson fékk ekki heiðurinn í það skifti. — Manson fékst mikið við skurðlækningar, meðan hann dvaldi í Amoy og Hongkong og þótti sérlega heppinn og handlipur chirurgus. Hann segir svo sjálfur frá, að scrotum-extirpátiones vegna elephan- tiasis hafi verið með tíðustu aðgjörðum sínum, og fullyrðir, að á þriggja ára timabili liafi hann að samtöldu skorið burt scrota, sem samtals vógu 2000 pund, en sumir ])essir tumores geta, eins og kunnugt er, orðið alt að 100 pund á þyngd og veröur þá sjúklingurinn að hafa nokkurskonar hjólbörur, til að halda hreöjunum uppi. Manson fékst við rannsckn fjölda margra hitabeltissjúkdóma. Auk jjess sem hann fann fjölda af nýjum sýklum, kom hann öðrum til að finna enn fleiri og ráða ýmsar gátur, með því að visa þeim á rétta leið. Áhuginn var sílogandi og smitaði aðra, en hann var um leið ráðagóður og kænn sem Odysseifur og alt af óeigingjarn og hjálpsamur við rann- sóknir yngri vísindamanna. Hann segir frá ])vi, að hann liafi fundið 1) a c i 11 u s lepræ nokkru á undan Armauer Hansen, en segist ekki hafa treyst nógu vel fundi sín- um. og þess vegna hafi hvergi verið um það ritað nema i vasabók sinni. Oft segist hann hafa tekið eftir því, hvernig gera má merkilega upp- götvun í alt aðra átt en ]>á, sem til var ætlast, og aö stundum fari þannig, að i stað skildingsins, sem leitað er að, finnur maöur glóandi gullpenlng. Austur í Kína er blóðspýtingur nokkuð tíður, án þess um berkla sé að ræða, og þó dálítið hættulegur. Manson þótti sennilegt, að ]>essi kvilli væri orsakaöur af filaria og beið með óþreygju eftir að geta sannað, að svo væri. Þá var það einu sinni, að háttvirtur mandarín vitjaði hans vegna útsláttar á hendi. Meðan hann dvaldi inni hjá Manson hóstaði karl- inn, og gerði sér lítiö fyrir og hrækti vænni hrákahlussu á gólfið. Man- son reiddist og ætlaði aö fara að skamma dónann, en rann snögglega reiðin, er hann sá blóð í hrákanum. Hann rannsakaði hrákann og fann nú ekki filaria, heldur t r e m a t o d u. sem hann kallaði Paragonimus Westmanni og sannaði, að þessi sýkill orsakaði blóðspýtinginn. Að C h 1 a d o s p o r i u m Mansoni veldur p i t y r i’a s i s v e r s i- c o 1 o r, og að sveppurinn t i n e a imrbricata veldur h r’i n g- ormi, sannaði Manson með tilraunum. Tveir sjúkdómar voru það enn- fremur, sem Manson athugaði mikið, voru það Sprue (þessi leiði garnakvilli, sem þjáir marga Austurlandabúa), og P e m p h i g u s C o n- t a g i o s u s, sem er tíð veiki á ungbörnum þar eystra. Manson fann diplococcus þann, sem orsakar síðarnefndu veikina, en hvað hina snertir, lýsti hann henni betur en áður hafði verið gert, svo hún má heita auögreind síðan. Þessar rannsóknir Manson’s í Kína voru honum ágætur reynsluskóli ,og með þeim sem byrjun, þroskaðist hjá honum smámsaman viðtæk þekking á hitabeltissjúkdómum og alls konar sýklum. Hann varö víö- ]æktur, sem ágætur kennari við „Tropical School of Medicine“, fyrir mörg ágæt rit og fyrir þátttöku í margháttuðum rannsóknum, en eink-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.