Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1923, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.05.1923, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 7* gúmmíhandskaöa aöstoöarmenn, og 2 dittó hjúkrunarkonur, sem þræSa allar nálar, læsa þeim í nálahaldara, rétta öll áhöld o. s. frv. Auk þess er svæfndi og vikapiltur. ÞaS er því ólík aSstaSa þeirri, sem „collegar" flestir heima eiga viS aS búa. I sambandi viS alla spitala og utan þeirra einnig, eru stórar frílækn- ingar og „dispensaries". Þeim er aS miklu leyti haldiS uppi af opinberu fé, enda hafa þeir feykilega þýSingu til varnar gegn berklaveiki, en eink- um kynsjúkdómum, sem fara þó tæplega rénandi nema meSal stúdenta og annars vel „upplýsts" fólks á því sviöi. Berklaveikin er aftur á móti í rénun. Annars ber, — en passant — afarlítiö á opinberum skækjum hér, og Unclc Sam viröist vera rnikiS skirlífari en frændur hans fyrir handan haf- iS, a. m. k. á yíirboröinu. Konur eru hér mjög réttháar, sem kunnugt er. Þær hafa þann siö hér, aö skjóta mennina síria, ef þær þykjast hafa ástæSu til aö vera hræddar um þá. Þá eru þær langoftast dæmdar skv. „the un- written la\v“, sem sé sýknaöar, en maöurinn fellur réttdræpur. — Hjóna- skilnaSir eru hér mjög tíöir, og ástæöurnar stundum hlægilegar, t. d. þaö, aö maSurinn nennir ekki aS þvo upp diskana ásamt konunni. I sumum ríkjum er þó engin skilnaSarsök tekin gild nema hór. A þessu er aö veröa breyting, einkum síöan kvenfólk komst í kviödóm- ana, svo nú eru konur dæmdar í æfilangt fangelsi eöa jafnvel til lífláts. (NiSurl.) Gerðardómsmálið. Páll Vaklimar GúSmundssön Kolka gegn Arna Vilhjálmssyni. Mál þetta er svo undir komið, að árið 1920 settist Páll Kolka aÖ í Vestmannaeyj - um sem praktiserandi læknir og árið 1921 var honum veitt úr hæjarsjóöi Vestmanna- cyja 4000.00 króna þóknun. í nóvember 1921 samþykti hæjarstjórn Vestmannaeyja að veita honum áfram 4000.00 krónur næsta ár og samþykti, að hann mætti húast við svipuðu tillagi eftir dýrtíð næstu 3—5 ár gegn því, að hann stundi lækningar í Vest- mannaeyjum að jafnaði eöa hafi þar fast aðsetur sem praktiserandi læknir. Með þessum samningi var Páll Kolka orðinn fastlaunaður læknir Vestmannaeyja um þetta árabil og fjárhagsnefnd Vestmannaeyja hefir á fundi sínum 6. april þ. á. viðurkent rétt Páls Kolka til þess að láta annan lækni gegna læknisstöðunni fyrir sig, þar sem hún lofar að borga honum eða vikar hans launin eftir úrskurði gerðardóms Lækna- félags Islands. Scint í júní 1922 ætlaði Páll Kolka burt úr Vestmannaeyjum áleiðis til útlanda og íékk þá Árna Vilhjálmsson, lækni, til Ej-ja til samninga um vikariat. Skriflegur samningur var enginn gerður milli þeirra, en háöum kemur saman um, að fast- ákveðið hafi verið, að vikariatið skyldi standa minst eitt ár og að Árni Vilhjálms- son skyldi taka á leigu íbúð Páls Kolka fyrir 200.00 krónur á mánuði. Árni Vilhjálms- son gerði þá þcgar kröfu til nokkurs af föslum launum Páls, en hann neitaði að ganga að þeirri kröfu oa segir Árna loks hafa látið undan á því sviði, en því neitar Árni fastlega og kveðst einmitt þess vegna ekki hafa skrifað undir samning um vikariatið, sem Páll hafði gert uppkast að. Eftir þetta fór Páll Kolka af landi burt, en Árni Vilhjálmsson sat eftir í Eyjurn í húsi Páls Kolka og stundaði sjúklinga hans.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.