Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1925, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.03.1925, Blaðsíða 4
34 LÆKNABLAÐIÐ ómögulegt er aö ýinria úr'.vegria samræmisskorts, og er þaö oss hvorki til gagns né sóma, að láta þáö fara forgöröum vegna skipulagsleysis. Eins og fyr er. sagt, fer’ aðálskoðunin á skólabörnum í Khöfn fram á haustin, er börnin hafa verið I—2 mán. í skólanum, og ekki er skoðað nema sumt af börnunum. Þetta nægir þar, vegna hinna vikulegu viðtals- tíma, sem læknar hafa í skólunum alt skólaárið, þvi að sjáist lasleiki á nokkru barni, hvort heldur á undan eða eftir skólaskoðun, og hvort heldur úr skoðuðu bekkjunum eða öðrum, fær læknirinn það undir eins í næsta viðtalstíma til athugunar og rannsóknar. Hér er ekki um slíkt að ræða, og er því sú tilhögun, sem á þessu er höfð hér (þ. e. að skólaefjtirlitið fer fram sem fyrst eftir að skólahaldið byrjar, og að öll börnin eru skoð- uð á hverju hausti) betri, eftir því sem hér hagar til, og á að haldast. Sjálf aðalskoðunin á börnunum var og að sumu leyti ekki nærri eins nákvæm og vandleg og eg hefi reynt að hafa hana við skólaeftirlitið hér, og færra athugað. Ekki er að því að spyrja, að læknirinn, sem eg kyntist skoðuninni hjá, hefir margfalt meiri reynslu og þekkingu en eg á þessum málum öllum, og kann því einhver að halda, að eg hafi at" þessu lært, aö skoðunin hafi verið óþarflega nákvæm hjá mér. En því íer fjarri, því að það liggur í augum uppi, að hún þarf að vera miklu vandlegri hér en þar, vegna þess, að stöðugs lækniseftirlits er hér ekki kostur, eins og þar. Einn skólabarnakvilli, sem hér er algengur, og mikill tími eyðist til að athuga, er þar líka varla til. Eg á við lúsina, þennari ljóta blett á okkar menningu; eg sá ekki eitt einasta barn með nit, af öll- um þeim börnum, sem eg sá skoðuð í Khöfn. Eitt er enn, sem gerir eftir- litið hér erfiðara og tímafrekara en jiyrfti að vera; það er það, hve erfitt er að fá upplýsingar um heilsufar liarnanna undanfarið (anamnesis). Eg hefi oftsinnis mælst til, að fá foreldra eða húsbændur barnanna til við- tals við eftirlitið, en það hefir aldrei getað oröið alment, margir ekki þótst eiga heimangengt, og líka komið fyrir, að fólk hefir kvekkst á þvi, að eg hefi ekki getað kornið á tilteknum tíma vegna annara starfa, íarið erindisleysu, og því orðið ófúsara á að koma aítur. Að vísu gerir þetta minna til fyrir lækni, sem er orðinn gamall í héraðinu og kunnugur, eink- um sé það ekki mjög víðlent, en fyrir nýja lækna og ókunnuga, hlýtur það að vera afleitt, og er raunar ilt fyrir alla. Úr þessu yrði bætt með heilsufarsskrám, því að þær eiga að vera spurningar um heilsufar barn- anna, brjóstveiki á heimilum þeirra o. s. frv., og ætti kennari að leggja þær spurningar fyrir húsbændur barnanna, — helst þyrfti sérstök eyðu- blöð til þess, — og hafa ritað svörin i heilsufarsskrárnar áður en skoð- unin færi fram. Um það, hvers spyrja skuli, og yfirleitt um fyrirkomulag heilufarsskránna er viðbúið, að sitt kunni að sýnast hverjum; áður en það væri ákveðið, ætti að gefa öllum, er við skólaeftirlit fást eða fengist hafa, kost á, að gera tillögur um það, og yrði svo úr þeim tillögnm haft það, er hentast þætti, „að bestu manna yfirsýn“. Til hliðsjónar og fyrirmyndar að því leyti, sem við ætti, mætti hafa heilsufarsskrárnar, sem notaðar eru í Khöfn, svo og heilsufarsskrár frá öðrum erlendum bæjum. III. Áður hefir verið vikið að þvi, að þrátt fyrir þann mikla mun, sem er á útbúnaði og hollustuháttum barnaskóla í Khöfn og hér, þá sé þó óvist.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.