Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1925, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.03.1925, Blaðsíða 10
40 LÆKNABLAÐIÐ Greri nú sáriö eölilega fljótt, og fingurinn varð jafn góöur. Af þessu eina tilfelli dró eg engan lærdóm. En í ár hefi eg séð þess getið í erlendum tímarit.um, að ýmsir læknar hafa rekið sig á þetta sama og eg, og að því er mér skilst, einkum nú upp á síðkastið. Menn stinga sig á blekblýanti, og afleiðingin er mjög hægfara drep í kring um stung- una. Hefir þetta í ýmsum tilfellum reynst allhættulegt. Drep hefir komið i sinar í fingrum, og heilar kjúkur hafa menn mist fyrir þessar sakir. Þykir erlendu læknunum ástæða til að almenningur sé varaður við blekblýöntunum. Væri lika lítil eftirsjón að þeim, því að eg sé ekki Let- ur, en að ]ieir séu óræsti, með marga ókosti, en hafi enga kosti fram yfir venjulega blýanta. Ekki hefi eg séð neitt skrifað um meðferðina á þessum blekblýants- stungum. En mér skilst, að réttast sé að skera rækilega i kring um stung- una og nema stykkið burtu, og það mun eg ráðleggja, ef mín verður leit- að með meiðsli af þessu tægi aftur. Einkum mun eg leggja áherslu á að fara svo að, ef stungan er nærri sinum eða liðamótum. 7. nóv. 1924. Vilmundur Jónsson. Kandidatspláss. Bókleg mentun ísJenskra læknakandidata er góð og betri en víða mun gerast annarsstaðar. Verkleg mentun þeirra mun heldur ekki vera að mun lakari en þar sem best er annarsstaðar. Eg hefi eigin reynslu fyrir mér í þessu, en segi þetta ekki sjálfum mér til hróss. En beri maður saman unga, islenska lækna og unga lækna útlenda, standa Islendingarnir sjálf- sagt hinum alment að baki. í Þýskalandi fá læknakandidatar ekki jus practicandi strax eftir fullnaðarpróf. Þá tekur við ,,Das praktische Jahr“. En þegar þvi er lokið, fá þeir jus pract. Hér í Danmörku eru það mjög fáir, sem taka að stunda lækningar upp á eigin spýtur strax eítir emljættis- próf, en þeir sem gera það, eru síðar útilokaðir frá öllum góðum stöðijm innan stéttarinnar. Flestir velja þá leiðina, að taka „kandidatspláss", og til að geta talist alment boðlegur læknir, verða menn að hafa haft kandi- datsstörf með höndum um all-langan tíma áöur. Margir islenskir kandidatar hafa brotist áfram til að fá slík störf er- lendis, en fleiri gera það ekki, eða þá um mjög stuttan tíma. Æskilegast væri þó að allir íslenskir kandidatar hefðu unnið nokkurn tíma á spítölum áður en þeir takast læknisstörf á hendur upp á eigin spýtur fyrir fult og alt. Um þetta eru allir sammála. En nú er svo komið, að það er svo að segja ómögulegt að fá spitalapláss nokkursstaðar erlendis. Takist ])að, ber eitthvað alveg sérstakt til. Undantekning er þó fæðingarstofnunin i í Höfn. Það opinbera hefir komið því svo fyrir, og er það þakkarvert. Menn samþykkja lög um sérfræðinga, sem heimta mentun, sem islenskir kandidatar eiga engan kost á að fá út í æsar. Enda hafa víst fáir af sér- fræðingunum uppfylt öll skilyröin, en fengið undanþágur og ívilnanir. Það kann að vera erfitt að bæta úr þessu, en ekki er ólíklegt þó, að et'

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.