Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1925, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.03.1925, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐItí 43 vægari tilfelli er maður ekki eins kröfuharöur. — Sjúkl. veröur aö sofa einn í rúmi, liggja á stinnri dýnu, koddalaus og hafa yfir sér létta sæng. Svitni hann mikið, má biia um á þá leið, að lakiö tvöfalt er spent milli rúmstokkanna, þannig, að holt verði undir; ofan á lakið eru lagöir 2 samanbrotnir vaðmáls- eöa flonels-dúkar. Meðan ljarniö er aö venjast þessu, er ekki loúið um það svona nema á daginn, en seinna líka á nótt- unni. Undir þessum kringumstæðum verður yfirsængin að vera hlýrri en ella. Hitinn í herberginu má helst ekki vera meiri en 18—20°. Loftiö verð- ur að vera gott. Sje barnið óvant opnum gluggum, og einkum ef það hefir chr. bronchitis, er gott, þar sem kostur er á 2 upþhituðum herbergj- um, að viðra þau rækilega til skiftis og láta barnið vera sína stundina í hverju þeirra; fyrst fyrir lokuðum gluggum, seinna fyrir opnum glugg- um. Á sumrum er farið út með börnin, úr því þau eru orðin 4—6 vikna gömul, en á vetrum er vissara að láta þau ekki fara út fyr en þau eru 4—6 mán., einkum ef barnið er kvefsælt. í góöu veðri ættu börnin helst ekki að koma i hús nema um blánóttina, soia úti eða við opinn glugga. — Á tveggja mán. gömlu barni er byrjað á sól- og loftböðum; varlega iyrst (vegna erythema solare) fyrir lokuðum glugga, og ekki lengur en 5 mín. í einu, en svo smálengdur tíminn. Mataræði. Ofát er skaðlegt; börn, sem snemma fá infantil atrophi, fá ekki rachitis. Einkum er mikil kúamjólk óholl beinkramarveikum börn- um. Máltíðirnar eiga að vera reglulegar, 4—5 sinnum á dag, eftir aldri barnsiils. Fæðan eins margbreytt og unt er, og quantum ekki meira en þarf til viðhalds barninu, nema ef einhverjar sérstakar ástæður eru fyrir hendi, t. d. tuberculosis. Börn á 1. ári fái ekki meira en 500—600 gr., á öðru ári 400—500 gr. mjólkur. Mjólkin er blönduð hafraseyði, en sé barninu hætt við niðurgangi, skal nota hrísgrjónaseyði. AukaJkost, svo sem kjöt-, gulrófna-, kartöflu-seyði, soðið í súpu, með hrísmjöli eða hveitigrjónum, má gefa þegar barnið er prðið 3. mán. Misseris gömu! börn fái grauta, tvíbökumjólk, grænmeti, og þar sem þess er kostur, jarðávexti, aldini, vel soöin og stöppuð í mauk. Þegar fer að síga á seinnl hluta annars misseris: brauð, nýtt kjöt og nýjan fisk, og úr þvi barnið er kornið á annað ár, samskonar mat og borinn er á borð fyrir annaö heimilisfólk. Stálpuöum börnum, sem lélegt viðurværi hafa haft (kaffi, lirauð, smjörlíki, vatnsgrauta), er y2 pottur mjólkur nauðsynlegur. Matar- æði það, sem hér hefir verið nefnt, á vitanlega við þau börn, sem hafa meltingu í góðu lagi. Hafi barnið dyspepsi, verður fyrst að bæta úr því. Eina meltingartruflun langar mig til að minnast á, vegna þess hve al- geng hún er hjá rachitiskum börnum, sem sé obstipatio með sápumiklum saur. Batni hún ekki við það, aö reglu sé komið á máltíöir og mjólkin minkuö, má gefa sléttfulla teskeiö af maltextrakt í mál, eða þunna áfa- súpu í stað mjólkur. Best er þó að gefa Kellers maltsúpu i nokkurn tima. B æ t i e f n i. Á seinni á'rum hefir sú tilgáta nokkuð rutt sér til rúms, að rachitis orsakaðist af skorti á bætiefnum í fæðunni. Kenning þessi kemur að vísu aö mörgu leyti i bága við kliniska reynslu, en þó er ekki óhugsandi, að þar, sem aðallega er lifað á fæöu úr dýraríkinu, geti bæti- efnaskortur átt sér stað, og því rétt að gefa aldini og grænmeti, sé þess kostur. Lýsi hefir lengst af verið notað gegn r. og reynst vel, en hvort þaö er

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.