Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1925, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.03.1925, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 47 11 e u s. Hjá börnum koma sérstaklega til greina invagination, vol - vulus intest. ten., ileus vegna strengja eftir peritonit. tub. og bernia ing- vinalis incarcerata. Invagination getur veri'ö erfitt aö greina frá enterocolitis ac. meö lilæöing úr rectum. Viö invagin. finst oft tumor og blóöiö, sem gengur niöur af barninu, er sem dökkrautt hlaup; viö entero-colit. er lifandi blóð blandað fæcalia. Drepið er á, að villast megi á invagin. og H e n o c h s p u r p u r a, með blóðinfiltration í vegg garn- arinnar. S t r e n g i r e. p e r i t o n i t. t u b. eru erfiðir, ef þeir valda algeröri stíflu; vonlítiö er um árangur af entorostomi á börnum, og verð- úr að reyna aðra aðgerð. V o 1 v u 1 u s barna nær til intest. tenue, og kemur fyrir, ef mesenterium er langt og festist á stuttu svæði. Einkenni sem við stíflu hátt í intest. tenue. Hernia incarcerata er fá- gæt á ungum börnum. Erfitt getur verið að greina á milli hernia orhen- talis incarc. og lymphadenit. ingvinal. Við hernia er venjulega hægt að rekja þrotann inn í abdomen. Sjaldan þarf að koma til uppskurðar á hernia incarc. hjá börnum; venjulega lagast það með pípu, elevation á neðri hluta líkamans og heitum dúkum á kviðslitið. G. C. Smágreinar og athugasemdir. Cuprex. Á síðasta læknafuncli var samþykt, að Læknafélag íslands beittist fyrir því að útrýma lús úr landinu. Ef þetta á að takast, verða allir læknar að gera sitt ýtrasta til þess að styðja málið. Eitt nauðsynlegt atriði er að hafa gott og handhægt lyf, sem bæði drepur lýs og nit. Cuprex er nú talið eitt af þeim bestu og hafa verið keyptar nokkrar birgðir af því í Lyfjaverslun rikisins. Lyfið er ódýrt, einkum ef keypt er í lítratali. Væri æskilegt, að allir læknar hefðu það á boðstólum. Það var upprunalega tilætlunin, að Læknafélag íslands gæfi út sérstakt leiðbeiningablað um útrýming lúsa og sendi það víðsvegar um land. Frá þessu hefir þó stjórnin horfið vegna kostnaðar við prentun og útsendingu. Verða leiðbeiningarnar prentaðar í sem flestum blöðum og koma auk ])ess út í almanaki Þjóðvinafélagsins. Er þar sagt, að Cuprex fáist þæði hjá læknum og x lyfjalxúðum. Ef þessi barátta gegn lúsinni á að takast er nxjög líklegt, að mest verði komið undir h ú s m æ ð r u n u m. Ef þær vilja leggja sína krafta franx er málinu borgið. Væri því æskilegt, að allir héraðslæknar reyndu til þess að fá kvenfélögin í sínu héraði til þess að starfa að útrýmingunni á þann hátt, senx læknir og forstöðukonur félaganna teldu hejxpilegast, Þá er ekki ólíklegt, að ungmennafélögin fengjust til að styðja májið. Úr því Læknafél. .hefir tekið sér þetta verkefni fyrir hendur, þá verðum vér að vinna að því svo að oss sé til sóma og fqlkinu til gagns. Stjórn Læknafél. væntir þess, að lxver héraðslæknir hefjist handa á þann hátt, sem álitlegastur þykir og geri stutta grein fyrir starfi sínu í þessa átt, annaðhvort í ársskýrslu sinni eða sendi stjórn Læknafél. sérstaka skýrslu um það. G. H.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.