Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1925, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.03.1925, Blaðsíða 16
4ó LÆKNABLAÐIÐ h. kné, og verður halt, ef þaö er á fótum. App. getur legiS bak viö neðsta hluta ileums og tilheyrandi mesenterium, og lýsir sjúkd. sér þá sem acut obstru'ction í görnunum, er veröa mjög útþandar. Sjúkl. er oft mjög þungt haldinn, eymsli nálægt miölínu, en défense litil. Botnlanga- bólga meÖ þessurn hætti er hættuleg, því diagnosis er erfiö, og fyr en varir, kann abscessus retromesenteric. aö springa út i peritoneum; hér vantar og omentum, til þess að mynda samloðanir. Viö appendic. retro- coecalis eöa -colica, gerir uppsala venjulega ekki vart viö sig, né heldur défense. Aöal-einkennin eru aptan til; í huppnum eru eymsli, og sé ab- sces á feröinni, myndast þar bjúgbólga. Vegna þess, hve m. psoas og appendix eru náin hvort ööru, eru stundum eymsli í h. hupp eða h. megin í abdomen, ef hyperextenderað er í h. mjaömarlið. Ef appendix liggur hátt uppi, við lifrina, eru stundum eymsli i regio hypochondr. d.; oft get- ur verið erfitt að þekkja app. með þessari localisatio frá pleuro-pneu- moni, enda orsakar sjúkd. stundum bólgu í peritoneum diaphragmatic. Börnin eru þá mæðin, með spentar nasir og bláleitan andlitslit. Mikils- vert app.-einkenni telur höf., þegar vafi er á ferðum, er barnið kennir eymsla h. megin í lífinu, ef þrýst er v. megin á kviðinn; virðist þetta sama einkennið, sem Rovsing kennir við nafn sitt. Sjúkdómar, sem má villast á. Oft getur veriö mjög erfitt að þekkja app. á börnum, en nákvæm skoðun leiðir þó oftast hið sanna i ljós. Höf. getur þess, að a c e t o n æ m i sé algeng í Bretlandi á vor- in, og villist læknar oft á þeim sjúkd. og app. Börnin fá skyndilega upp- sölu, innantökur, eymsli á kviðnum, oft mest h. megin, hita og yfirleitt illa líðan. Fram úr vitum barnsins leggur aceton-lykt, og finst aceton i þvaginu. F.kki veit eg til þess, að ísl. læknar hafi orðiö þessa sjúkd. varir. Pyelitis acuta kemur sérstaklega fyrir á telpum; eymslin á kviðnum eru þá ofarlega og venjulega nálægt miðju. Við pyelitis byrjar sjúkd. með hita, og virðist höf. leggja mikið upp úr því, til aðgreiningar frá app., sem hefst með verkjum og uppsölu. Vissa fæst með því að rannsaka þvagið. Samfara i n f 1 ú e n s u eru stundum peri- toneal einkenni; sjúkl. hafa þá oft svæsinn höfuöverk. Obstipatio og innantökur í börnum leiða stundum huga lækisins að app. En sjúkd.- einkennin byrja ekki i þeirri röð, sem höf. telur einkennil. fyrir' app., défense er ekki, og eymslin hverfa rnilli hviöanna. Börn geta fengiö verki, uppsölu og eymsli h. megin, vegna 1 y m p h a d e n i t i s i 1 e o - coecalis; getur orsakað þrota, sem við app., og aðgreining erfið; við eitlabólguna er sjúkd. frekar óbreyttur dögum saman, en viö app. breytist sjúkd. oftast til hins betra eða verra, fyrstu 2—3 dagana. A b s c. f o s s a e i 1 i a c a e, vegna þess, að grefur í eitlum ofan við lig. Poupartii geta verið villandi. P n e u m o k o k k - p e r i t o n i t i s fá telpur, sem náð hafa 5 ára aldri; sjúkd. getur verið afar svæsinn, börnin þungt haldin og deyja innan sólarhrings eða fárra daga. En stundum íifa börnin sjúkd, af, og getur myndast abscess, sem oft er vilst á og peritonitis tub. Gonokokk-peritonitis kemur fyrir á ungum telpum, sem hafa vulvo-vaginitis.* * Nýlega dó í Rvík 3ggja vikna gömul telpa, úr streptococc-peritonitis; hafði skeinu við naflann. — G. Cl.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.