Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1925, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.03.1925, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 39 kr. 1,00 fyrir hvert barn, auk dagpeninga og ferSakostnað, er ríkið greiðir. Og viö þessi atriöi, er öll sriérta eftirlitiö, langar mig til aö bæta einu, sem ekki snertir þaö, en þaö er: 4. aö sundkensla veröi tekin upp í sambandi viö barnaskólana svo fljótt sem kostur er, og sund gert þar að skyldunámsgrein fyrir þau börn, sem aö dómi læknis eru til þess fær heilsu vegna. Jafnframt sé nem- endum Kennaraskólans séö fyrir fullnægjandi sundkenslu og gert að skyldu aö leysa af hendi próf, er sýni, að þeir séu færir um aö hafa sundkenslu á hendi. Blekblýantsdrep. Haustiö 1922 vitjaöi mín ungur skrifstofumaöur, sem hafði stungiö sig með blekblýanti í vinstri handar litlafingur, laust utan viö nöglina, ofan til. Haföi blýantsoddurinn brotnað af og oröiö eftir inni í fingrinum. Blýantinn hafði hann borið, eins og títt er, i vestisbrjóstvasanum vinstra, þannig, aö oddurinn stóð upp úr vasanum. Áður en hann kom til min, hafði hann eitthvaö reynt til aö ná brotinu burtu með nál eöa mjóum hnífsoddi, en vitanlega ekki tekist þaö, því að efnið í blekblýöntunum er, eins og kunnugt er, svo stökt, aö þaö moln- ar, hversu lítið sem viö þaö er komiö. Tók hann þá það ráö, sem mér virtist mjög skynsamlegt, að reyna aö skola brotinu burtu meö vatni. Sagöi hann mér, að hann væri búinn aö gera sterkblátt vatnið í hverri þvottaskálinni á fætur annari. En nú hélt hann, að hann heföi að mestu þvegið brotið burtu. Það hélt eg líka aö hann heföi gert, svo sem nægði. En til þess aö gera eitthvað, lagði eg votar umbuðir um fingurinn, og ætlaðist til aö liturinn kæmi út í þær, ef eitthvaö væri eftir af honum. Þaö varð lika, því aö þegar eg skifti, daginn eftir, voru umbúöirnar dökkbláar. Hélt eg því áfram meö votu umbúðirnar, unz þær hættu aö litast nokkuð sem hét, og tók þaö æðilangan tima, sjálfsagt á aðra viku. Lagöi eg þá smyrsli við stunguna, og bjóst við, aö hún yröi fljótgrædd. En það fór á annan veg. Þó að eg sæi ekki votta fyrir neinni ígerö, vikli stungan engan veg- inn gróa. Þegar frá leið, fór að bera á drepi í kring um stunguna, en ekki var það stærra um sig en svo, aö nema mundi röskum 2 mm. í þvermál. Fór drepið afar hægt aö, og liðu svo vikur, aö það vildi ekki losna. Leiddist okkur báðum biðin, svo að eg skóf drepið burtu meö lítilli sköfu. En við þaö lét skeinan sér ekkert segjast. Og nokkru síðar sá eg að drep var enn í botninum á sárinu. Lét eg þaö þá fara sínu fram. Og einhvern tíma seint á öðrum mánuðinum frá því aö maöurinn meiddi sig, datt drepiö úr, og hafði þaö náð inn að beini,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.