Læknablaðið - 01.03.1925, Blaðsíða 15
L/EKNABLAÐIÐ
45
láta barniö Hggja í gipsrúmi; viö börn eldri en 2 ára er þaö þó þýöingar-
laust. Börnin eiga aö vera sem minst á höndum, en ef búiö er aö venja
þau á þaö, veröur aö brýna fyrir móðurinni, aö bera þau ekki altaf á sama
iiandlegg, láta barniö altaf snúa beint framan aö sér, og styðja það
þannig, að hendin hvíli á hrygg en ekki á síðu. Genu et pes valg.: Letja
gang eftir mætti, há stígvél með styrktarreim innanfótar og sem hækka
innri jarkann um % cm., hafa sokkabandið innanfótar, reyna að venja
barniö á aö vera innskeift. Genu varum: hindra gang, spelkur engar. —
Auk þessa likamsæfingar, létt massage og „frottering" með glycerin
spiritus aa eöa sjó- eöa saltvatnsböð handa börnum, sem komin eru á 3. ár.
R a c h i t i s tarda. Meðferðin er í aöaldráttunum eins. Muna verður
eftir því, að phosphor (ekki phosphatar) er nauðsynlegur; hefir miklu
meiri þýðingu viö r. tarda en viö infantil r. Best aö gefa hann með kalki
og lýsi, Rp. I., en dosis er 1 tesk. 2svar á dag. Adrenalin-dælingar hafa
borið góðan árangur; brjóskþroti hverfur fljótt og sjúkl. verður léttara
um allar heyfingar. Katrín Thoroddsen.
Úr útl. læknaritum.
Gordon Bryan: The diagnosis of acute abdominal illness in child-
ren. The Lan'cet ii./io. ^24.
A barnsárum stafa sjúkdómar i kviðarholinu oftast frá meltingarfær-
unum, en sjúkdómseinkennin eru oft villandi og geta bent á sjúkdóm í
ganglim eða þvagfærum. Auk þess að gera palpatio á abdomen og ex-
ploratio rectalis, þarf að skoða brjóstiö og rannsaka þvagið.
S k o ð u n á a b d o m e n. Ef börnin eru mjög hrædd og veita rnikla
mótstöðu, er venjulega heppilegt að foreldrar fari frá, meðan á skoð-
uninni stendur, ef því verður við komið. Læknirinn verður að halda á
allri sinni þolinmæði og stilling, því nákvæma palpatio er aldrei hægt
að gera, nema með samþykki barnsins Ef það er óviðráðanlegt, ráð-
leggur höf. að nota mjög létta deyfing; er óvíst, að allir læknar vilji
fallast á það.
Exploratio rectalis. Höf. leggur mjög rika áherslu á þessa
skoðun við acut sjúkdóma, sem virðast vera í abdomen eða mjaðmarlið.
Þ v a g r a n n s ó k n. Fyrst og fremst þarf að leita að grefti (pyel-
itis), en líka aceton (acetonæmi).
Appendicitis. Fyrstu sjúkd.einkenni konia venjulega í þessari
röð (Murphy) : verkur í miðjum kvið, uppsala, verkur h. megin, og loks
sótthiti. Uppsala er miklu algengari en lijá fullorðnum ; haldi uppsalan
áfram, er hætta á perforation. Hitinn er venjulega hærri en ef fullorðnir
eiga i hlut. Höf.. staðhæfír, að þukla megi nieð lófanum liólginn appen-
dix per abdomen, ef læknirinn er þolinmóður og nákvæmur. Ef appendix
liggur í pelvis, eru sár og tíð þvaglát mjög oft þau sjúkdómseinkenni
sem mest ber á; sjúkd. getur líka byrjað með niðurgangi. Appendicitis
]ielvica getur valdið eymslum, jiegar lærið er beygt og roterað inn
á við, og nefnist jiað oliturator-einkennið; barnið hefir verk í h. læri eða