Læknablaðið - 01.03.1925, Blaðsíða 8
LÆKNABLAÐIÐ
38
vitaö væri ekkert á móti því, aö fleira væri kent, af því aö skólatíminn
er þar svo langur, aö líklegt er aö það væri kleift, án þess að vanrækja
þær. Væri sennilega ekki úr vegi aö kenna þar t. cl. teikningu og handa-
vinnu, og garörækt bæöi mætti og ætti að kenna þar á vorin. Leikfimi
er bæði meiri þörf og betúi tök á að kenna þar en til sveita; sama er
að segja um glímur. Og skauta- og skíöaferöir ætti aö kenna þar sem
staðhættir leyfa. Sund ætti auðvitað aö kenna þar. Sömu heilsufarsskrár
ættu börnin náttúrlega að hafa þar sem annarsstaðar, en lækniseftirlitiö
væri bæði þörf á og auöiö að hafa stöðugra þar en til sveita.
Niðurstaðan hjá mér verður þá í stuttu máli þessi:
Prófskyldar námsgreinar í barnaskólum eiga að vera fáar, eftir regl-
unni non multa sed multum. Sund á að vera ein þeirra. Kennaraskóla-
nemar eiga að læra sund og sýna kunnáttu sína í því með prófi, eins og
í öðrum greinum, sem þeir eiga að kenna. Sú kunnátta á að verða eitt
af skilyrðum þess að geta fengið kennarastööu við barnaskóla. Leikfimi
og glimur á að kenna í kaupstöðum, minni nauðsyn og síður tök á því
til sveita. Garðrækt á að kenna í kaupstöðum á vorin og þar sem tök
eru á til sveita. Skólaskyldualdurinn á að vera eins og nú er. Árlegur
skólatími á að fara eftir staðháttum. Annars dags skóiar eru hentugastir
til sveita. Farskólar mega ekki vera á flækingi. Þar sem svo er strjál-
býlt, að nægilega mörg börn geta ekki sótt skóla á sama stað og ekki
eru tök á að hafa heimavistarskóla, á engan skóla að hafa, en veita hlut-
íallslegan styrk til heimafræðslu. Skólaeftirlitið til sveita á haustin þarf
að vanda sem best, og i kaupstöðum og stærri verslunarstöðum þarf
lækniseftirlit að eiga sér stað alt skólaárið, eftir því sem tök eru á og
til hagar á hverjum stað. Borgun fyrir eftirlitiö má ekki vera minni en
tíðkast hefir undanfarið. Ríkið leggi til heilsufarsskrá handa hverju barni
og spurningamiða til foreldra þess eða húsljænda, ennfremur vog, kvarða
og sjónarprófstöflur handa hverjum skóla, sem hefir viðundandi hús-
næði til frambúðar.
Eg býst samt varla við, að fundurinn sjái sér fært að gera ákveönar
tillögur um öll þessi atriði, enda viðbúið að verði skiftar skoðanir um
sumt; en alt fyrirkomulag barnafræðslunnar ættu læknar að láta sig miklu
skifta og vera meir hafðir í ráðum um alt, er þar að lýtur, en hingað til
hefir gert verið, og þess vegna vildi eg hreyfa fleiru hér en því einu, er
beinlínis snertir lækniseftirlitið. En viðvikjandi ])vi, lækniseftirlitinu, legg
eg til að fundurinn samþykki svolátandi tillögur:
Læknafélag íslands skorar á heilbrigðisstjórnina aö hlutast til um:
1. að gerö verði á ríkiskostnað eyðublöö fyrir heilsufarsskrár ijarna
og spuringaeyðublöð um heilsufar barna, er landlæknir ákveði tilhög-
un á að fengnu áliti héraðslækna og skólalækna; sé héraðslæknum
og skólalæknum árlega fengin svo mörg af þessum eyðulrlöðum, sem
hver læknir telur þurfa fyrir barnaskóla í sinu héraði eða kaupstað.
2. a ð öllum föstum barnaskólum og svonefndum farskólum, sem hafa
viðunandi húsakynni til frambúðar, verði lögð til barnavog með kvarða
og sjónarprófstöflur á ríkiskostnað.
3. a ð þar sem ekki er sarnið við sérstakan lækni um skólaeftirlit og
borgun fyrir það, sé fyrir það greitt af hlutaðeigandi skólanefndum