Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1925, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.03.1925, Blaðsíða 6
36 LÆKNABLAÐIÐ meiri leikni i þeim en nú gerist. Lesbækurnar, sem börnin notuðu, ættu að vera með svipuðu sniði og Alþýðulestrarbók Þórarins Böðvarssonar; sanra fróðleikinn, sem nú er verið að troða í börnin í sérstökum klukku- tímum, með prófgrýluna á bak við, fengu þau þá svo að kalla ósjálfrátt um leið og þau lærðu móðurmálið, og er jeg viss urn, að það yrði að öllu leyti notadrýgra. Helst þyrfti að vera dálítiö bókasafn við hvern skóla, er í væru valdar bækur við hæfi barna á því reki, senr þau gætu fengið lánaðar bækur úr, og ætti að verja svo sem einni stund daglega til leiðbeiningar við þann lestur og til viðtals um þaö, senr lesið væri. Væri bæði í þeim stundum og í sambandi við íslenzkukensluna sí og æ tækifæri fyrir kennarann til að leiðbeina l)ókmentasmekk barnanna, og þarf ekki nema rétt að minna á þá útlögðu ,,reyíara“, sem nú eru að verða einhver helsta sálarfæða almennings, til aö sýna, að því væri ekki van- þörf á. í sambandi við íslenskukensluna mætti láta læra falleg kvæði, veraldleg og ,,andleg“ jöfnum höndum, en annars ætti trúarbragðakensla ekki að eiga sér stað í skólunum, vegna jæss meðal annars, hve mikill tími eyðist til hennar. Alstaðar til sveita ættu að vera annars dags skólar, þ. e. börnin ekki að koma í skólana nema annanhvorn dag. Með jiví móti veröur árangur skólavistarinnar miklu meiri, jm að þá geta bö'rnin æft sig heima til undirljúnings, sem ella væri þeim ofætlun í viðbót við 5—ó stunda skólasetu og ef til vill 1—2 stunda gang heiman og heim. Þá mætti og betur flokka börnin eftir kunnáttu. Þá mætti og komast af með helm- ingi minna húsnæði en ella, og j)á væri miklu minni hætta á, að börn- unum yrði ofboðið með kyrsetum og að skólavistin yrði þeim yfirleitt til jtroskatálma eða heilsuhnekkis. Æskilegt væri, að leikfimi og íþróttir væru kendar við skólana, en varla kemur það samt til mála um leikfimi og inni-íj)róttir, svo sem glirnur, vegna húsnæðisskorts, nema á stöku stað, enda ekki bráðnauðsynlegt, er skólagangan væri svona stutt. Skíða- og skautaferðir mundu iðkaðar óboöið, þar sem svo hagar til, að þess sé kostur, })ó ekki væri nema í skóla og úr. En ein er sú íJorótt, sem ætti að vera meðal skyldunámsgreina á barnsaldri, og kenslan j>ví lögboðin og kostuð að öllu leyti af almannafé, en það er sund. Annar aðalatvinnu- vegur vor Islendinga er rekinn á sjónum. Við þann atvinnurekstur verð- um vér árlega fyrir stórkostlegu manntjóni. Or J>ví mundi draga að mun, ef allir kynnu að synda, því að „margur druknar nærri landi.“ Og árlega týnast einhverjir í ám eða vötnum, sem mundu hafa getað bjargað sér, ef j>eir hefðu verið syndir. Sundkensla ætti að fara fram á vorin í ná,- grenni við hvern skóla; ættu öll skólaskyld börn að taka j>átt i námi j>ar, nema heilsubrestur hamlaði að læknis áliti, og taka próf í sund- leikni, eins og öðrum skyldunámsgreinum. Sjaldan mundi það koma fyr- ir, að þau börn. sem á annað borð ]>ola skólavist, j>yldu ekki sundið, því að að því er einmitt hin mesta hressing og heilsubót: skinnræsting, herðing og fyrirtaks æíing fyrir alla vöðva, hjarta og lungu. Besta ráð sem eg veit til að laga l>yrjandi hryggskekkju (scoliosis) er sund ; eg j>ekki dæmi j>ess, að hryggskekkja, sem að vísu var lítil, en gat ]>ó ekki lagast við nudd o. f 1., batnaði alveg við nokkurra vikna sundiðkanir. Allmörg vor undanfarin hefir sund verið kent í nágrenni við mig, og hafa mörg þeirra verið afar köld, en sjaldan hefir það komið fyrir, að nokkurt af þeim börnum og unglingum, sem þar hafa verið við sundnám, hafi orðiö lasið

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.