Læknablaðið - 01.08.1925, Blaðsíða 4
LÆKNABLAÐIÐ
122
Ekki get eg loka'ö hann inni í búri, og þa'ö því síöur, sem hann er katt-
þrifinn og hóstar reyndar sjaldan og þá í klút fyrir munni og hrækir
ætíö í sinn vasabauk. Gat þaö nú samt hafa viljað til aö Tommi heföi í
grandleysi gusað úr sér bakteríum yfir alla hlutaðeigendur, annaðhvort
syngjandi eöa talandi? Eða voru máske aðrir fótaferöarfærir berkla-
sjúklingar, sem aldrei höföu neinn uppgang, alveg eins smitandi eins og
Tommi? Da stehe’ ich nun ein armer Thor, und bin so klug als wie zuvor!
Og ekki hefi eg orðið klókari, þó eg hafi snuöraö í mörgum skruddum
mínum og tímaritum. Hins vegar verð eg að játa, að eg er farinn aö að-
hyllast meira og meira R ö m e r-A n t v o r d s-kenninguna, þ. e. að berkla-
veikin, í þeim löndum þar sem hún er útbreidd oröin, megi teljast barna-
sjúkdómur, þannig, að flestir ef ekki allir, smitist þegar á barnsaldri og
verði meira eöa minna ónæmir fyrir veikinni síðar. Enn fremur hallast eg
aö skoðun þeirra mörgu, sem telja algengara, að veikin seinna á æfinni
orsakist af endogen r e i n f e k t i.Wn heldur en af exogen end-
ursmitun. Mér finst sú skoðun styrkjast mjög af rannsóknum próf. Saug-
manns. Þær sýndu, a'ð læknar og hjúkrunarkonur sýktust ekki yfirleitt
meira af berklum en fólk í öörum stéttum mannfélagsins. Enn fremur
benda hinar afarmörgu rannsóknir á smitun í hjónabandi á hiö sama, eins
og t. d. rannsóknir Levys, De Besches-Rowands o. fl.
Loks finst mér mjög sennileg skoðun Hamburgers, Bergmanns, Rankes
o. f 1., og styðst hún við margar athuganir og skýrslur, sem fer í þá átt,
að berklaveikin sé því hættulegri sem börnin smitast fyr, hættulegust á
fyrsta ári, en úr því dragi úr hættunni þar til 7—8 ára aldri er náð, og
að úr því veikist fáir hættulega, sem smitast.
Þar fyrir dettur mér ekki í hug að neita því að exogen eða utanáb-
komandi endursmitun á fulloröinsárum eigi sér stundum stað. Þaö eru
alt of margir reyndir berklalæknar, sem þykjast sannfærðir um, að hún
komi fyrir. Sumir segja nokkuö oft, en undir sérstökum skilyrðum þó.
Þeir halda því fram, aö veiklandi infektions-sjúkdómar, harðrétti, elli
o. fl. geti eytt því ónæmi, sem fyrir var. Og þeir segja, að e i n s líklegt
sé, að menn þá smitist utanaö eins og innanað við þaö, aö gömul sýkla-
fylgsni opnist í líkama sjálfra þeirra. Jafnvel Petruschky, þaulreynd-
ur berklalæknir, er hefir til skamms tima haldið fram r e a u t o-
infektioninni, sem því nær algengri reglu, er í seinni tíð farinn
aö játa, aö exogen reinfektion komi einnig nokkuö til greina. (Eg hefi
þetta eftir frú Sofie Tillisch aðstoöarlækni við Grefsensanatorium í Noregi.
Hún hefir skrifað bók: Tuberkulosestatistik og Tuberkuloseproblemer,
Oslo 1924. Þar er margur fróðleikur um berklarannsóknir, sem eg vil
ráða þeim að kynna sér, sem nokkuö hugsa um þessi vandamál).
Þegar eg nú var að brjóta heilann um fyrnefndan pleuritisfaraldur á
sjúkrahúsinu, rakst eg á fróðlega ritgerð eftir norskan yfirlækni vi'ð
Ullevaal-sjúkrahúsið í Osló — einmitt um sama efni.
í Tidskrift for Den norske lægeforening No. 15, 1924 hefir O. Scheel
skrifað grein, „Om Tuberkulose og Pleurit blandt kvindelig betjening ved
Oslos Kommunale Sykehus, 1918—1923.
Af 2913 hjúkrunarkonum og hjúkrunarnemum sýktust á þessu tímabili
2,16% af pleurit eða fengu aðra berkla. En af 1411 vinnukonum sýktust á
sama tíma 1,33% af því sama. Hann skýrir enn fremur frá þvi, að Han-