Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1925, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.08.1925, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 123 sen, yfirlæknir viö Bergens kommunale Sykehus, hafi fundiö á sama tímar bili, aö þar hafi af 696 hjúkrunarkonum og nemum sýkst 2%. Eftir aö hann hefir enn fremur athugaö, eins og næst veröur komist, hvaö sé berklasýkingarhlutfallið meöal norsku þjóðarinnar yfirleitt, verö- ur niöurstaöa hans þessi: „Alt i alt kan vi altsaa ikke komme sandheten nærmere end at si at det er mulig at morbiditeten af tuberkulöse sygdommer hos vore plejersker svarer til morbiditeten i den övrige befolknings tilsvarende aldersklasser; men det er ogsaa muligt at den ligger iavere el. höjere. Antallet af pleuriter synes paafaldende stort i forhold til lungetuberkulose." Þessar víötæku rannsóknir norsku læknanna gefa þannig ekkert úrslita- svar um smithættuna fyrir stúlkur er starfa innan um lærklasjúklinga. Einungis er eftirtektarvert þetta, aö S'eheel reynist brjósthimnubólga áberandi tíð meðal þessara stétta, i hlutfalli viö lungnaberkla. Og hann kveöst hafa fundiö, aö þær stúlkur, sem fái brjósthimnubólgu, fái hana yfirleitt fyrsta árið í þjónustunni, en lungnaberkla ekki fyr en á 2.-3. ári. Ef maður nú skoðar p 1 e u r i t yfirleitt sem p r i m æ r s ý k i n g u, er oftlega leiöi af sér þá hættulegri secundær- og tertiaár-sýkingu (þ. e. adenitis, peritonitis o. f 1., phthisis og tub. miliaris), þá ber auð- vitaö aö skoöa þennan pleurit sem alverlegt stryk í reikninginn og að aldrei sé of varlega fariö. En eitt er þaö þó í ritgerð O. Scheels, sem vek- ur mikinn vafa um að berklasmitun á sjúkrahúsum eigi sér nokkuð oftar staö heldur en víöa utan sjúkrahúsa, er tilvitnun hans í rannsóknir ann- ars norsks læknis, Hans Daae, um berklasýkingu meöal undirforingja- nema í norska hernum. Hann fann að af þeini sýktust 4—6% af berkl- um, meðan þeir voru við nám. Og t. d. meðal 500 dáta í Oscarsborg sýkt- ust 10% af berklum. Eftir þessu aö dæma sýnast þá hermennirnir engu óhultari gagnvart berklum en hjúkrunarkonur og vinnukonur á spítölum. Sennilega horfir málið þannig viö: Þeir, sent á fulloröinsárum eru enn ósmitaöir af berklum, fá þá fljótt í umgengni viö berklaveika, jafnvel þó varlega sé farið, og sumir smitast á ný, þó þeir hafi um hríð veriö ónæm- ir, ef eitthvað hefir veiklaö þrótt þeirra. En eitt er víst. Berklar eru víöa og smitunartækifæri víöa miklu meiri en á sjúkrahúsum og jafnvel innan um fárveika. Á þaö finst mér benda eftirtektarverð athugun frú S. Tillisch í áðurnefndu riti hennar, og hún hljóðar þannig: Hún hefir lesiö vandlega yfir sjúkrasögur 1905 tæringarsjúklinga á Grefsen. En þar hefir um langt ára skeið verið sérlega vel grenslast eftir hvar og hvernig hver sjúklingur hafi getað smitast. Af þessum 1905 sjúk- lingum gátu 1230 sjúklingar ekkert upplýst um að þeir heföu nokkuru sinni haft afskifti af berkíaveikum. M!. ö. o., 64% af sjúklingunum vissu ekkert um smitunartækifæri, þektu enga berklaveika vini eöa vandamenn, sem þeir höföu umgengist. Sig. Magnússon kollega o. fl. útlendir læknar segja, aö sennilegt sé, aö þessir allir smitist f y r i r s i 11 m i n n i. Eg vil gjarnan trúa að svo sé um marga þeirra, en þá ályktun finst mér einnig megi draga af þessu, aö margir séu smitandi, sem taldir eru meinlausir og fáa grunár að séu . berklaveikir.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.