Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1925, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.08.1925, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 127 aö finna innri orsakir til hans. Svo er sjúkl. fenginn plástur eSa áburSur og sagt aS núa sig upp úr honum. En þetta er auSvitaS hreinasti skottu- læknisháttur, því aS þaS er vist, aS sá, sem enga tilsögn hefir fengiS í núningi, nuddar ekki aS gagni. Hjá dr. H. sá eg einnig, aS eg hafSi kunn- aS lítt aS útvortis rannsókn sjúkl. IschiasmeSferS hans var nær eingöngu núningur. Hann leitaSi uppi infiltrationirnar og nuddaSi þær localt. Hann heldur því fram, aS þessi þykkildi (infiltrationir) séu mjög ischæmisk og þurfi því aS hyperæmisera þau, til aS fá þau til aS resorberast. Vanalega gat eg fundiS þessi þykkildi greinilega og voru þau stundum lík kautshuk viSkomu. Afarmikla hægS varS aS viShafa svo ekki kæmi défense, og ef hann kom, varS oft aS bíSa nokkra stund eftir því aS hann hyrfi. Ekkert mark er takandi á því, sem finst, nema vöSvinn sé alveg máttlaus. ÞaS verSur, svo aS segja, aS fara aS vöSvunum eins og fælnum hestum Nuddhreyfingarnar voru mjög einfaldar, mest hringhreyfingar meS þumalfingurgómum, en um aS gera aS vera á sjálfu þykkildinu. Feitin var palmin. Undursamlega var dr. H. fljótur aS lækna i., og miklum mun fljótari en nuddkonurnar, þó lærSar væru í faginu. Þykkildin hurfu eins og dögg fyrir sólu undan fingrum hans, og aS sama skapi batnaSi líSan sjúkl. Stundum hurfu þykkildin ekki til fulls þótt sjúkl. batnaSi, og áleit dr. H. þaS, sem eftir var, vera örvef. Margt sá eg nýstárlegt á þessari deild. Eg sá t. d. sjúklinga koma meS mikinn verk í hjartaregioninni og diagn. morb. cord., þar sem ekki var annaS aS en myopath í mm. pect. sin., og hurfu öll einkenni á stuttum tíma undan núningi. Einnig sá eg sjúklinga meS diagn. trigeminusneur- algiur, þar sem myopath. fundust í andlitsvöSvum. HöfSu sjúkl. orSiS aS gretta sig mikiS og langvarandi, t. d. vegna of mikillar birtu. Yfir- leitt virtust myopath. helst koma í þá vöSva, sem höfSu orSiS aS vera lengi í contractio, en síSur þar, sem skiftist á elongatio og contractio þótt mikiS erfiSi væri samfara. Þessum sjúkl. batnaSi oft fljótt viS núning. Nudd-deildin er stöSugt aS vaxa í áliti undir stjórn dr. H. og aSrar deildir Ríkisspit. senda æ fleiri sjúkl. þangaS. Um Iiafnarbæ vex einnig stöSugt álit hans. Hann hefir 2 stórar nudd-deildir í bænum. Fleiri og fleiri sjá, aS hann hefir réttilega vakiS athygli manna á þýS- ing kinetiska kerfisins, viSvíkjandi orsökum sjúkdóma. Þær liggja án efa oftar þar, en álitiS hefir veriS hingaS til, og því oft leitaS langt yfir skamt. Margir útlendi^ læknar heimsækja þessa deild. Eg orSlengi þetta ekki meir, en ræS þeim isl. læknum, er til Hafnar koma, aS líta inn á þessa deild, þó ekki væri nema einu sinni, til aíS sjá hvernig gera á útvortis rannsókn 1. a. Mér er einnig nær aS halda, aS enginn tilvonandi héraSslæknir færi erindisleysu, þótt hann gengi á þessa deild í nokkra daga og honum yrSi áreiSanlega ekki illa tekiS. Hofsós, 20. mars '25. Jón Benediktsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.