Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1925, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.08.1925, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ Í33 psoriasis er mér sagt, aö eigi hafi uppfylst. Oftast nær tekst reyndar ati eyöa blettunum, en sjúkdómurinn tekur sig venjulega upp aS nýju. S. B. Úr útlendum læknaritum. W. E. Gye: The ætiology of malignant new growths. (iFrom tjhe Medical Research Council’s Laboratories). Lancet 18. júlí 1925. I925- J. E. Barnard: The microscopical examination of filterable viruses. Lancet 18. júlí 1925. Greinar þessar hafa vakið afarmikla eftirtekt um heim allan og hefir þeirra jafnvel veri'S getið í dagblöðunum hér á íslandi. Dr. Gye byrjar á því aö skýra frá tilraunum Peyton Rous í Rockefeller Institute, sem birtust árið 1911. Peyton Rous fann sarkom á liænum, sem hægt var aö flytja á aðra hænuunga me'ö cellulausum vökva úr sarkom- inu. Vökvinn var síaöur gegnum Berkefeldsfilter og var því áreiöanlega cellulaus og laus viö sýnilega gerla. Áöur haföi marg oft tekist, aö flytja krabbamein af einu dýri á annaö, en eingöngu á þann hátt, aö cellurnar væru lifandi, og var þaö því rniklu frekar transplantatio en sýking, sem bent gæti á að parasitar væru þar aö verki. Nú voru miklar líkur fengnar fyrir því, aö ósýnilegur (ultravisibel) virus orsakaöi þessi sarkom og þaö því frekar, sem virus drapst; vökvinn sýkti ekki, ef hann var látinn standa 15 mínútur í 550 hita og þoldi ekki heldur chloroform né önnur antiseptica. Ekki var þó hægt aö sýkja önnur dýr né fugla en hænsi meö þessum síaða vökva og best gekk að sýkja sérstaka hænsnategund. Rous hélt þessum rannsóknum áfram í nokkur ár, en ekki tókst honum að sanna, aö krabbamein orsakaöist af lifandi virus og hætti hann svo krabbameinsrannsóknum. Eitt er þaö, sem sérstaklega einkennir tumora og það er specificitet þeirra. Músartumor vex ekki á rottum né heldur rottutumor á músum o. s. frv. Þetta er skiljanlegt, ef um transplantatio er aö ræða, en sama er að segja um síaða cellulausa vökvann. Eins er um þaö, aö vökvinn framleiðir altaf samskonar, eins byghan, tumor. Væri því um virus aö ræöa, þá væri eðlilegast aö hugsa sér, aö fyrir hverja dýrategund væri sérstakar tegundir af virus og sérstakur virus fyrir hverja vefjartegund, en frekar ólíklegt, aö ein orsök liggi til grundvallar fyrir öllum tumorum. Gye byrjaöi rannsóknir sínar á hænsnasarjcomi Rous. Tumorinn er fyrst tekinn úr lifandi dýri sterilt, og má ekki heldur vera sýktur af gerlum, þá hepnast tilraunin ekki. Hann er kliptur í smábita og rif- inn meö sterilum sandi. Þá er hann settur í Ringersvökva, 1 gram i 100 ecm.' af vökvanum og siað gegnum sand og því næst gegnum Chamlier- landsfilter. Af filtratinu er svo 1 ccm. spýtt inn í liringuna á hænuunga og fær hann þá tumor eftir 2 vikur, sem venjulega dregur hann til dauöa á 4 vikum. Nú var reynt aö rækta úr þessu filtrati og auðvitað geröar tilraunir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.