Læknablaðið - 01.08.1925, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ
125
þessar tilraunir. Próf. Poulsson, sem íslenskir læknar kannast við, m. a.
vegna kenslubókar hans í Pharmakologi, hefir fengist mjög viö vitamin-
rannsóknir. Einkum hefir hann kanna'ö ýmsar tegundir lýsis, aö þessu
leyti. Formaöur heilbrigöisnefndar Rvíkur, lögreglustjórinn, hefir góðfús-
lega leyft Læknabl. að birta þá niðurstöðu, sem próf. Poulsson komst að
við þessar rannsóknir. Bætiefnarannsóknir á íslenskum matvælum munu
ekki áður hafa verið birtar og þykir því rétt að greina frá þessum athug-
unum, enda varðar þetta mál miklu lækna og allan almenning.
t 'fO /6t • Í6 Ið ic 5Í : Vð ... JJ'Íí m K 1 r* ivl jsjc.ir L""j 1 ■ Wi | 1 - ’ !}:' •••'-:& -v •'. -
WuZ UlHÍai ... . ; i i j|| . •f|ÍI| H.i4-
■ f|| j§§ s I 1 íi-Hjír. 'm : ! / | !’ §::£:? ;:vj:v ~ r: ' —> stt . 'ivj.'p: . m . 1 -p: "i : Ka ' -■ 1 . pvjág • M jV rri i - ' •-... . j "í -; .„:] . ..
’“*♦ ;LL ■
Smjörlíkisgerðin „Ásgarður" („Hjartaás").
Við rannsóknirnar voru notaðir rottuungar. Fóður þeirra var þannig
valið, að i það vantaði A-vitamin; rottuungarnir voru vegnir vikulega
og bera línuritin með sér, að eftir 4—6 vikur hættu þeir að þyngjast; þá
fór A-efnisskorturinn að segja til sín. Nú var rottuungunum skift i þrjá
hópa, 4 í hverjum, og bætt 25 centigr. af smjörlíki á dag — sitt frá hverri
verksmiðju — við fæði tveggja hópanna, en jafnmikið af norsku rjóma-
bússmjöri við þriðja hópinn. Ungarnir sem fengu þessa örðu af smjöri í
viðbót við fóðrið, tóku óðum að þyngjast, en þeir sem hlutu smjörlíkið
stóðu í stað eða léttust. Sumir ungarnir þyngdust ekki svo lítið fyrstu
1—2 vikurnar eftir að farið var að gefa þeim smjörlíki (,,Smára“), en