Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1925, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.08.1925, Blaðsíða 18
136 LÆKNABLAÐIÐ læknis, aS heilsuhæliS skuli reist í K r i s t n e s i í Eyjafirði. Kristnes er um io kilometra frá Akureyri og eru laugar þar í nánd, svo hægt verð- ur að hita hæliS upp meS laugahita, og taliS auSvelt aS virkja þar smá- ár til rafmagnsframleiSslu fyrir hæliS. EyfirSingum þykir þaS góSs viti aS hæliS skuli reist á landnámsjörS Helga magra. Herpes zoster and tuberculosis heitir grein, sem Sig. Magnússon, yfir- læknir, hefir skrifaS í enska tímartiS Tuber;cle, júlí 1925. Greinin er um sama efni og S. M. talaSi um i Lf. Rvíkur i vetur. Guðm. Hannesson, prófessor, sigldi nm miSjan ágústmánuS til útlanda, ætlar aS sækja mannfræSingafund í Uppsölum. Þórður Edilonsson, HafnarfirSi, fór til útlanda um miSjan júlí og verS- ur ytra mestalt sumariS. Jón Kristjánsson brá sér til Kaupmannahafnar fyrir skömmu og er kom- inn aftur. Hann var aS kynna sér þar diathermilækningar. E. Schmiegelow, prófessor i Kaupmannahöfn er hér á ferS sem gestur Ólafs læknis Þorsteinssonar. Læknar á ferð. G e o r g G e o r g s s o n og S i g. Kvaran komu hér nýlega. Jón Benediktsson hefir fengiS lausn frá embætti og er farinn til Kaup- mannahafnar, ætlar aS ganga þar í tannlæknaskólann. I staS hans er K r i s t i n n B j a r n a r s o n settur héraSslæknir i HofsóshéraSi. Hannes Guðmundsson fór til Kaupmannahafnar í júlímánuöi, á fæS- ingarstofun. Karl Jónsson er orSinn aSstoSarlæknir GuSm. Guömundssonar í Stykk- ishólmi. Próf í tannlækningum hefir ungfrú Thyra Lange frá Reykjavik tekiS viS tannlæknaskólann í Kaupmannahöfn. Mislingar ganga nú á AustfjörSum, en eru vægir. íslenskir læknar í útl. tímaritum: Helgi Tómasso^n: Psychische Beeinflussung des Serumcalcium-Spiegels. Vorláufige Mittheilung. (Klin. Wochenschrift 3. Jahrg. nr. 45). S i g r i d H o 1 m u n d H e 1 g i Tómaisson: Eine Methode zur Proteinbestimmung in 0,1 ccm. Serum. (Biochem. Zeitschrift 159 Band, Heft 5/6). Sigurður Magnússon, yfirlæknir, er nýfarinn á berklalæknafund í Stokk- hólmi. Hann ætlar aS flytja þar erindi um 1 i S a b ó 1 gur og eýythema n o d o s u m hjá berklaveiku fólki. Prentvillur í júní—júlíbl. í grein Sigurjóns Jónssonar: Bls. 100 í neSstu línu stendur 10 sjúkl., á aS vera 6 sjúkl., bls. 102 1. 7 a. n. stendur meS, á aS vera m e S a n, bls. 103 1. 7 a. o. stendur tunguþrautir, á aS iv'eraj t a u g a þrautir, bls. 103 1. 34 a. o. stendur dvelst, á aS vera d r e g s t. Borgað Lbl.: Einar ÁstráÖsson '25 (5.00), Þórður Sveinsson '25, Friðjón Jensson '25, Ól. Óskar Lárusson '24, Jón Benediktsson '24, Georg Georgsson '25, Gísli Bryn- jólfsson '25 (20.00). FÉLAGSPRENTSMIÐJAN

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.