Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1925, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.08.1925, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ i35 um, sem fylgja sömu skoðun og eg, aö chroniskur appendicitis orsakist tíöum af njálg. Nýlega las eg ritgerS þess efnis í Journal af the Am. med. Ass. frá 28. febr. 1925. Höfundarnir, Dr. Harris og Browtie, voru ekki í vafa um orsakasamhengiö, og sýndu smásjármyndir af frystisneiSum úr slímhimnu og submucosa appendicis, þar sem ormarnir höföu grafiS sér göng og fylgsni og valdiö bólgu i kring. Af 121 appendixum, sem athug- aöir voru, fundust í 22 þetta frá 1—22 oxyuris í hverjum; venjulega kven- kynsormar. Þeir vitna í umsagnir margra annara lækna, sem hafi fundiö líkt og þeir, en sumir þó miklu meira, t. d. segjast hafa fundiö njálg í 50% sýktra appendixa, og sumir geta þess til, aö þó oxyuris ekki finnist viö operationina, þá geti þeir hafa veriö daglegir gestir í þeim sama appendix. Kollegar þessir hafa lesiö margt um þetta efni, og þaö gekk fram af mér í hve mörg rit þeir gátu vitnaö. Mikiö er skrifaö i heiminum! Þeir segja, aö þegar í byrjun 12. aldar hafi Fabricius fundiö oxyuris i app. og skrifað um. Siðan hver af öörum. En Metchnikoff á aö hafa fyrst bent á að ormskömmin geti valdið appendicitis. Hinsvegar eru margir höfundar, sem trúa lítiö á, að oxyuris valdi þeim spellum í app., sem sumir halda. Þar á meðal er t. d. hinn nafn- kunni patolog Aschoff. Finski læknirinn Ali Krogius er einnig í þeim flokki, eins og sjá má í Nordisk Kirurgi. Eg fyrir mitt leyti er ekki í neinum vafa um aö oxyuris komi í öllu falli til leiðar ýfingu í appendixslimhimnunni, sem nægi til þess aö valda þrálátum óþægindum eða stundum slæmum kveisuköstum. Appendectomia hefir reynst eina óbrig'ðula ráðið. En vist væri æskilegt að geta komist hjá kviöristu. Stgr. Matth. Læknisvottorð. í grein sinni um Lekandalækning í þessu tbl. Lbl. minnist Stgr. Matth. á hversu erfitt sé fyrir lækna aö gefa út vottorð um. heilbrigði hjónaefna. Þetta er laukrétt; yfirleitt er hæpiö, aö læknir geti vottað aö menn hafi e k k i tiltekinn sjúkdóm. Þetta gera læknar þó óhikað oft og einatt, og hefir mig oft furðað á hversu djarfir collegar eru í þessu efni. Mér virðist unt að komast hjá slíkum fullyrðingum meö ]iví, að læknirinn oröi vottorö sitt á þá leið, aö v i ð r a n n s ó k n s í n a hafi hann ekki fundið nein einkenni til sljúkdójims þess er um ræðir. Viö þetta getur læknirinn staðið, en ekki meir. Lækn- ar ættu að oröa vottorö sin mjög varlega, því aö ekki er gott aö vita til hvers menn ætla sér að nota læknisvottorð, sem þeir eru aö útvega sér. G. Cl. F r é 11 i r. Læknablaðið. Útkoma þess hefir dregist i þetta skifti vegna fjarveru íitstjórnarinnar. Landlæknir hefir í sumar feröast um Norðurland og fór meðal annars til Grímseyjar, en er nú kominn heitn aftur. Heilsuhæli Norðurlands. Þaö er nú ákveðið, rneöal annars aö ráöi land-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.