Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1925, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.08.1925, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 129 ið). En manni liggur við að efast um, aS hinir hafi veriS vissir, þó síS- asta skoSun sýndi þá smitfría. Hogan heldur þvi hinsvegar fram, aS telja megi vissar þrjár neikvæSar ræktanir á mánaSarfresti. Og hann vill banna öllurn lekandakandidötum giftingar, nema eftir slíkt þrautpróf. Hann segir, aS á meSan á lækningu stendur, sé prófunin oftast neikvæS, en sé fyrst aS marka svo sem mánuSi eftir aS lækning hættir. Per ardua ad astra. Hogan segir, meS réttu: Öldungis eins og nú er fariS aS heimta á spítölum, aS sjúkl. eftir tyfus, difteritis, meningitis og pneumoni sé smit- fríir, þegar þeim er slept, eins verSi aS heimta svipað próf á undan gift- ingu gonorrhoe-sjúkl. Hann segir samkvæmt góðum heimildum, aS 12% af allri blindu stafi af blennorrhoea neonatorum. Til ræktunar á gonococcum notar Hogan testicular-agar meS gentiana- violet 1/500.000 og segir þaS besta substrat, sem völ sé á. Sorgleg er þessi saga um vanmátt vorn til aS lækna lekandann (jþrátt fyrir gonoballi og gonostyli, arhovin, artigon, gonovaccin, gonoyatren og hvaS þau heita öll þessi og mörg fleiri arcana, sem daglega er veriS aS egna fyrir okkur meS og sendast okkur gratis meS póstunum). Máske geta kollegar, sem þetta lesa, ekki síst Maggi Magnús, huggaS okkur meS einhverju nýju evangelío. Strgr. Matth. Frá geislalæknaþinginu í Lundúnum. í júlí s. 1. var háSur International Congress of Radio- 1 o g y í Lundúnum. Geislalæknar hvaSanæfa úr veröldinni komu þar sam- an, 3—400 talsins, til þess aS ræða þau mál, sem einna helst eru á döfinni í fræSigrein þessari. Til Radiologi er talin RöntgenskoSun, Röntgenlækn- ing og Radiumlækning; auk þessa eru stundum taldar til Radiologi þær greinar er reiknast til Physiotherapie, og tóku þeir læknar einnig þátt í fundinum; sömuleiSis eSlisfræSingar og verkfræSingar, er starfa aS rann- sóknum viSvíkjandi Radiologi eSa i verksmiSjum, er framleiSa vélar og áhöld. Heimsfundir eru þungir í vögunum, því fjöldinn er svo mikill; aS ýmsu leyti er meir upp úr þeim samkomum lækna aS hafa, sem fámennari eru, svo sem á fundum norræna geislalækna, er fara fram 2. hvert ár. í Lun- dúnum varS aS skifta fyrirlestrum og umræSum í 3 deildir, fyrir eSlis- fræSi, RöntgenskoSun og geislalækning, þar meS talin diathermie o. s. frv. Mjög misjafnt var þaS sem menn höfSu fram aS færa; sum erindin voru mjög fræSandi og vel fram borin, en annaS var fremur lítilsvirSi. Flestir mæltu á enska tungu; þeir sem töluSu þýsku, lásu í lok erþidis- ins upp útdrátt á ensku. Hálfum degi var variS til þess eingöngu, að ræSa um R ö n t g e n- s k o S u n á g a 11 v e g u m. ÞaS hefir löngum veriS p i u m d e s i- d e r i u m geislalækna, aS finna aSferSir til þess aS leiSa í ljós gallsteina á röntgenmyndum; í steinunum eru aS mestu leyti lífræn efni, en litið

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.