Læknablaðið - 01.08.1925, Blaðsíða 8
I2Ó
LÆKNABLAÐIÐ
stóSu svo í staö eöa léttust; telur próf. Poulsson þetta algengt þegar vit.
er af mjög skornum sk'amti í fóörinu og of litiö til frambúöar. Sum dýrin
fengu augnsjúkdóm eöa otitis (avitaminosis) ; sé tilrauninni haldiö áfram
sýkjast rotturnar meir og deyja. Próf. Poulsson kemst svo aö oröi um
smjörlíkiö frá báöum verksmiöjunum: „Nogen sikker forskjell eller rang-
forordning mellem de to margariner fra Reykjavik lar sig efter disse
forsök ikke opstille." Hann segir, aö vottur sé af vitamini í smjörlíkinu,
en of lítiö reyndist þaö til þess aö rottuungarnir gætu þrifist og haldiö
heilsu. Próf. Poulsson bætir því viö, að frekari tilraunir væri æskilegar
til þess aö ganga úr skugga um vitamingildi smjörlíkisins, og mun hann
fús á að taka þaö aö sér ef þess verður óskaö.
L í n u r i t i n. Dálkafjöldinn svarar til vikufjöldans, sem tilraunin
stóö yfir. Tölurnar v. megin við línuritin segja til þyngdar tilraunadýr-
anna i grömmum. Punktalínan merkir þær vikur, sem dýrin fengu A-efna-
laust fæöi; þvi næst tekur við tímabilið, sem gefiö var rjómabússmjör eða
smjörlíki, G. Cl.
Ischias,
Mér finst i. vera einhver sá leiðasti og langvinnasti kvilli, sem eg hefi
átt í höggi viö.
Eg las síðastliðið sumar bók um þennan sjúkdóm og þótti hún nokkuð
nýstárleg. Hún er eftir J. Helweg dr. med., yfirlækni viö nudd- og bað-
deild Ríkisspítalans danska, og heitir: Ischias, alias myopathia e lalDore
reg. post. extr. inf. Hún er aukning og endurbót á doktorsritgerö hans,
sem vakti mikla andstööu.
Höf. kemst aö þeirri niöurstööu, aö typiskur i. sé ekki neuropathia, held-
ur myopathia e labore, og færir góö rök fyrir.
Typ. i. kallar hann aö eins þegar öll 3 einkennin eru, nefnilega verkir
eftir aftanverðu læri eða kálfa, Laségues- og Valleix-einkenni (eymsla-
staöir).
Höf. hefir haft 750 sjúkl. til meðferðar. Á öllum fann hann, á stærri
eða smærri svæöum, í fleiri eöa færri vöðvum á þessum slóöum, viðkvæm
þykkildi.
1 flestum tilfellum gat hann einnig fundið aö orsökin var ofreynsla á
einhvern hátt.
Þaö vöðvasafn, sem innerverast af n. i., verður að áliti dr. H. einna
oftast fyrir ofreynslu. I. þess vegna algengastur hinna svokölluöu neur-
algia.
Eg hefi sjálfur fullvissað mig um aö höf. hefir ákaflega mikiö til síns
máls. Eg gekk á deild hans 2 mánuði síöastliðiö sumar, 2 tima á dag.
Aldrei hefir mér veriö betur tekiö og sjaldan hefi eg variö tíma mínum
betur. Þess var nákvæmlega gætt, að eg færi ekki á mis við neitt það, er
læra mætti af.
Þar varö mér ljóst hversu alt of lítiö mark er tekið á vöövakerfinu í
leitinni eftír orsök sjúkdómanna. Oftast er hlaupið mikiö til yfir aö rann-
saka þaö. Sjúkd. er látinn í ruslakistu þá er n^fnist gig't, ef ekki er unt