Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1925, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.08.1925, Blaðsíða 12
130 LÆKNABLAÐIÐ um kalksölt sem í nýrnasteinum, er venjulega varpa skugga á filmuna. Röntgenlæknirinn dr. R o b e r t K n o x í Lundúnum (skotskur a'ð ætt) hefir unnið mjög að bættum aðferðum til þess að taka myndir af gall- steinum, þannig, að nú má takast að sýna þá á ekki allfáum sjúklingum. En það eru ekki steinarnir einir, heldur og gallblaðran, sem kappkostað er að sýna á myndunum; stundum má takast að sjá skugga af blöðrunni. Líka er notuð sú aðferð, að gefa sjúklingum mat sem við magaskoðun, og getur þá komið í ljós aflögun magaskuggans, vegna þess að óeðlilega fyrirferðarmikil gallblaðra þrýstir á duodenum eða pars pylori'ca ven- triculi. Nýjasta aðferðin til þess að leiða í ljós gallblöðruna á röntgenmynd- um, er svipuð aðferðunum við magaskoðun að því leyti, að reynt er að koma efni í gallblöðruna, sem veldur skugga. Inn í venu er dælt brom- anilínefni, sem gengur úr blóðinu inn i gallblöðruna og samlagast gall- inu; ef þetta efni er i gallblöðrunni, sést skuggi af henni, og má þá fá hugmynd um stærð hennar, legu og lögun. Dr. C a r m a n, röntgenlækn- ir við The Mayo Clinic í Rochester, flutti ítarlegt erindi um þetta efni og tilraunir sínar með „the dyes.“ Enn þá er ekki unt að nota þessa að- ferð, vegna þess hve efnið er eitrað, sem inn er dælt; sjúklingarnir verða sumir hverjir illa haldnir, fá háskalegan collaps. Tilraunum verður haldiö áfram með dæling annara efna, og er Dr. C a r m a n vongóður um, að finna megi ósaknæm efni til þess að dæla í líkamann og valda skugga gallblöðrunnar á röntgenmyndum. í „The British Institute of Radiology“ var mjög fjölbreytt s ý n i n g á r ö n t g e n m y n d u m víðsvegar að, og margt lærdómsríkt þar að sjá; var auðséð á vali myndanna, að gallsteinar eru ofarlega i huga rönt- genlæknanna. I sambandi við Læknaþingið, var ennfremur mjög fjölbreytt og merki- leg sýning á allskonar röntg e/n v á 1 u m o g 1 j ó s 1 æ k n- ingatæk j 'u m. Þar var sýnd alveg ný gerð röntgenlampa, sem er mjög frábrugðin því sem áður hefir þekst. Lamþinn er m. a. þakinn blýi að utan, nema á litlu svæði, og því miklu hættuminni viðfangs en aðrir iampar; blýið ver lækni og starfsfólk fyrir skaðvænum geislum. Á sýn- ingunni sá eg líka nýja gerð af quartslömpum, sem virðist einkar hentug. Eins og þeir vita, sem þessa lampa nota, myndast smám saman dökkleit skán innan á quartsbrennarana, sem dregur úr ljósmagninu og gerir að verkum, að brennarinn á sér ekki nema takmarkaðan aldur; eftir 8oo— iooo logtima er brennarinn ónothæfur. Nýja geröin er frábrugöin að því leyti, að brennarinn er ekki hafður lofttómur; á honurn er stútur með glertappa þannig, að hella má á hann kvikasilfri og tæma á ný til hreins- unar, þegar „ský“ fer að setjast á brennarann. Sama brennarann rná því nota meðan hann er óbrotinn og læknirinn getur hreinsað hann að innan sjálfur. Flutningurinn er auðveldur, því brennararnir eru sendir tómir, og því lítil hætta á að þeir brotni. V e i s 1 u h ö 1 d voru ýmiskonar, m. a. „an official dinner“, þar sem saman var komið ca. 500 manns. Fróðlegt er að sjá hversu fast skipulag er á slikum veislum hjá Bretum. Við innganginn er uppdráttur af borð- salnum með öllum matborðum, og auðvelt að finna þar sæti sitt; en hverj- urn einum er ætlaður ákveðinn staður. Á íslandi leyfist hverjum sem vill

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.