Læknablaðið - 01.09.1929, Side 8
134
LÆKNABLAÐIÐ
nokkra sjúklinga, sem hafa verið búnir að liggja eitt ár eða meira í gibs-
rúmi, og verið eða virst vera friskir, og farið á fætur keikréttir; en hálfu
til heilu ári seinna voru þeir orðnir svo bognir, að það hefir orðið að taka
til að að rétta þá á ný, og hefir þaS tekið jafn langan tima. Síðan fixatio
a. m. Alhee, og það hefir haldið.
Minnisstætt mun flestum, er fyrir nokkrum árum síðari, á læknafundi
í Stokkhólmi sáu Waldenström leiða fram í fylkingu 20 sveina, er hann
hafði op. a. m. Albee, sem allir voru þráðbeinir; jafnframt sýndi hann
myndir af því, hverjir vesalings krypplingar þeir höfðu vcrið, þegar hann
tók við þeim.
Fyrir 9 mánuðum síðan kom til mín sjúkl., sem fjórum árum áður fór
frá mér, eftir að hafa legið á annað ár með spondylitis i 3 neðstu hrjóst-
liðum. Var hún vel bein úr gibsrúminu. og spengd (Albee). Nú var hún
með berldaveiki í 3 lumballiðum og farin að kikna þar síðustu mánuði
(en bein um brjóstliði og vinnufær undanfarin ár). Hún hefir legið i gibs-
rúmi síðan, og liggur enn. Fyrir 2 mánuðum spengdi' eg lumballiðina a.
m. Allice. Gamla spöngin náði niður á I. lumballið og sú nýja þurfti að
ná þangað upp. Varð eg þvi að raufa upp í gömlu spöngina, og fella þá
nýju í hana. Var þetta sterkt lifandi bein, samgróið procc. spin., ca. 1 )4
cm. á breidd. Til þess að hryggur, sem svona er frá gengið, geti kiknað,
verður spöngin að hrotna. Sjúkl., sem hér er um að ræða, liggur enn i
gibsrúmi, og gerir það næstu mánuði, svo að beinið grói saman og spöngin
styrkist sem hest.
Fyrgreind ummæli StcingrUns Matthíassonar lýsa eiginlega hálfgerðum
fataUsmus. Þau virðast skapast við það, að op. Albee mistekst alveg í seinna
skiftið, þar eð infectio komst í sárið og spöngin losnaði (eg geri ráð fyrir
að hún hafi losnað öll, en ekki mestöll). En það má ekki leggja aðferð
Albee’s til lasts: hún er jafngóð fyrir því.
Fatalismus er læknum ekki hollur — (að vísu eykur hann þeim ekki
sjálfsálit, — og náttúrlega getur það orðið of mikið) — en hann veldur
því, að þeir grafast ekki cins fyrir orsakir að misfellum, sem stundum vilja
á verða, og leita þvi síður umbóta á þeim.
Og hætta er á, fyrir sjúkliugana, ef mikið Lveður að slíkum fatalismus,
að eigi verið eins til þess ýtrasta reynt að leita þeim hjálpar.
Þuría sjúklingar með lungnasjúkdóma
meira loft en aðrir?
Út af tillögum landlæknis að ætla meira loftrými i sjúkrahúsum handa
sjúklingum með lungnasjúkdóma heklur en sjúkl. með aðra sjúkdóma, lang-
ar mig til að gera nokkrar athugasemdir.
Mcr finst að í lwcrju sjúkrahúsi ectti að gcra ölluin sjúklingum jafnf
undir h'ófði svona yfirlcilt. Gott loft er eins sjálfsagt eins og gott drykkjar-
vatn og fæði. Hinsvegar ber að líta á það, að gott loft er líklega það dýr-
asta af þessu þrennu, því að með því útheimtist mikið og dýrt rúm og