Læknablaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ
5
Frá nýja spítalanum á Kleppi. (Yfirlæknir: Dr. med. Helgi Tómasson).
Mantoux intracutan tuberculin reaction.
Passiv anaphylactisation.
Eftir Guðmund Gíslason.
(Erindi flutt í Læknafél. Reykjavíkur io. janúr 1934).
Mantoux-reaction er intracutan-tuberculin-reaction, fyrst gjörð af Mendel
og Mantoux 1908, og er því fólgin, að ný-þyntri fysiologiskri saltvatns-
upplausn af tuberculini er injicerað í ytri lög húðarinnar (sub-epider-
moidalt), extensora-megin á upphandlegg viðkomandi manns. Jafnframt
er injicerað jafn miklu af samskonar upplausn tuberculin-lausri (control-
upplausn). Við positiva reaction, kemur infiltration og hyperámia á stungu-
staðinn, líkt og við Pirquet reaction. Reactionin kemur að jafnaði fyrst
fram eftir 6—8 klukkustundir, nær maximum á öðrum sólarhring og
hverfur venjulega á 6—10 dögum. Saltupplausnin framkallar „trau-
matiska" reaction, líkt og mild tuberculinreaction, sem hverfur á 48
klukkustundum. Venjulegast er að lesa af 24 klukkustundum eftir að
injectionin var gerð, og þá breidd infiltrationarinnar í hverjum reactions-
punkti. Kliniskt hefir Mantoux reaction sömu ])ýðingu og Pirquets
reaction, en er talin miklu nákvæmari.
Fyrir rúmum mánuði, var mér falið aö framkvæma Mantoux-reaction
á sjúklingunum á Nýja-Kleppi. Notað var til þess tvennskonar þynning-
ar af tuberculini frá Rannsóknarstofu Háskólans, auk controlupplausnar.
Þynningarnar voru sem hér segir:
I.) 1: 200,000, sem svarar til 0,0005 mg. af tuberculini í 0,1 ccm.
II.) 1 : 20,000, sem svarar til 0,005 mg- af tuberculini í 0,1 ccm.
Auk þess var í öllum þynningunum 0,4% karbol-upplausn til frekari
tryggingar þess, að upplausnirnar héldust sterilar.
Injicerað var 0,1 ccm. af hverri upplausn fyrir sig á viðkomandi menn,
þannig að stungurnar voru hver fyrir ofan aðra með 10 cm. millibili á
körlum, en 8 cm. bili á konum, og loks var kontrolupplausninni injicerað
á sama hátt, mitt á milli hinna tveggja. Þannig komu fram þrír stungu-
punktar, og nefnist sá fyrsti I, þar var þynning 1 : 200,000, sá í miðið
II, þar var control-injectionin, og sá neðsti III, þar var þynning 1 : 20,000.
— Aflesið var eftir 24 klukkustundir og aftur eftir 48, og í sumum til-
fellum var reactioninni fylgt áfram í fleiri daga. Mælt var þvermál
infiltrations-roðans með cm.-málbandi. Auk þessa aflesturs voru teknar
ljósmyndir af nokkrum hluta reactionanna, sem næst þeim tíma, er þær
stóðu hæðst, en vegna óhagstæðra aðstæðna, var ekki hægt að gera þær
eins vel úr garði og skyldi.
Rannsóknirnar voru gerðar á 87 sjúklingum, 42 körlum og 45 konum.
Við fyrstu rannsókn kom í ljós:
I. Með þynningu 1 : 200,000 reyndust 29 manns eða 33% positivir, en
58 eða 67% negativir eða óvissir.